Staðfestir fimm ára dóm fyrir gróft ofbeldi og nauðgun

Kynferðisbrot | 2. október 2020

Staðfestir fimm ára dóm fyrir gróft ofbeldi og nauðgun

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og til greiðslu þriggja milljóna í miskabætur fyrir að hafa beitt þáverandi sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgað henni í íbúðargámi þar sem þau höfðu dvalarstað. Veittist maðurinn ítrekað að konunni með ofbeldi og nauðgun á eins og hálfs sólarhrings tímabili. Staðfesti Landsréttur með þessu dóm héraðsdóms í málinu.

Staðfestir fimm ára dóm fyrir gróft ofbeldi og nauðgun

Kynferðisbrot | 2. október 2020

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hallur Már

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og til greiðslu þriggja milljóna í miskabætur fyrir að hafa beitt þáverandi sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgað henni í íbúðargámi þar sem þau höfðu dvalarstað. Veittist maðurinn ítrekað að konunni með ofbeldi og nauðgun á eins og hálfs sólarhrings tímabili. Staðfesti Landsréttur með þessu dóm héraðsdóms í málinu.

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og til greiðslu þriggja milljóna í miskabætur fyrir að hafa beitt þáverandi sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgað henni í íbúðargámi þar sem þau höfðu dvalarstað. Veittist maðurinn ítrekað að konunni með ofbeldi og nauðgun á eins og hálfs sólarhrings tímabili. Staðfesti Landsréttur með þessu dóm héraðsdóms í málinu.

Fram kemur í ákæru og dóminum að maðurinn hafi ítrekað veist að konunni og veitt henni ít­rekuð hnefa­högg í and­lit, höfuð og lík­ama, risti skurð á læri henn­ar, ýtti henni og tók hana kverka­taki þar til hún gat ekki andað. Þá reif hann í hár henn­ar og klippti hluta þess, reyndi að bíta hana, ógnaði með sprautu­nál­um og nauðgaði henni. Hlaut kon­an af of­beld­inu marg­vís­lega áverka og lýsti lögreglumaður því að hún hefið verið í áfalli þegar hann kom á vettvang.

Maðurinn neitaði sök í málinu, en framburður hans var bæði óskýr og gloppóttur. Framb­urður kon­unn­ar var hins veg­ar að mestu stöðugur en bar þess merki að hún hefði verið und­ir áhrif­um vímu­efna. Sjálf sagðist hún hafa verið í mik­illi neyslu á þess­um tíma.

Í dómi Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi engar sennilegar skýringar gefið á því hvernig konan hafi hlotið áverkana. Er þetta „ótvírætt til þess fallið að draga úr trúverðugleika framburðar hans,“ segir þar.

Varð kon­an fyr­ir tölu­verðu lík­ams­tjóni af völd­um manns­ins og all­ar lík­ur eru á því að hún hafi einnig orðið fyr­ir tals­verðu and­legu tjóni sem ekki sér fyr­ir end­ann á og varð það til refsiþyng­ing­ar ásamt löng­um saka­ferli manns­ins. Fimm ára fang­els­is­dóm­ur þótti því hæfi­leg refs­ing, ásamt miska­bót­um. Þá var mann­in­um einnig gert að greiða all­an sak­ar­kostnað.

Segir í dómi Landsréttar að það teljist „sannað, svo ekki verður véfengt með skynsamlegum rökum, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem saksókn á hendur honum tekur til og svo sem áður er getið.“

Sem fyrr segir var staðfestur dómur upp á fimm ár, auk þriggja milljóna miskabótagreiðslu.

mbl.is