Syngjandi lemúri vekur athygli [myndskeið]

Krúttleg dýr | 7. nóvember 2021

Syngjandi lemúri vekur athygli [myndskeið]

Maðurinn er ein af þeim örfáu tegundum sem segja má að hafi skilning á takti og tónlist. Einhverjir söngfuglar virðast hafa þennan hæfileika en afar fá spendýr virðast hafa getu til að skilja og skapa raunverulegan takt. Nú hafa rannsóknir þó leitt í ljós að ein tegund prímata, indri lemúrinn, á erindi á þennan stutta lista.

Syngjandi lemúri vekur athygli [myndskeið]

Krúttleg dýr | 7. nóvember 2021

Segja má að indri lemúrar séu músíkalskir.
Segja má að indri lemúrar séu músíkalskir. Samsett ljósmynd: Unsplash/Hans Jurgen Mager

Maðurinn er ein af þeim örfáu tegundum sem segja má að hafi skilning á takti og tónlist. Einhverjir söngfuglar virðast hafa þennan hæfileika en afar fá spendýr virðast hafa getu til að skilja og skapa raunverulegan takt. Nú hafa rannsóknir þó leitt í ljós að ein tegund prímata, indri lemúrinn, á erindi á þennan stutta lista.

Maðurinn er ein af þeim örfáu tegundum sem segja má að hafi skilning á takti og tónlist. Einhverjir söngfuglar virðast hafa þennan hæfileika en afar fá spendýr virðast hafa getu til að skilja og skapa raunverulegan takt. Nú hafa rannsóknir þó leitt í ljós að ein tegund prímata, indri lemúrinn, á erindi á þennan stutta lista.

„Það hefur lengi verið mikill áhugi fyrir því hvernig tónlistargáfa mannsins þróaðist, en tónlistargáfan er ekki aðeins einskorðuð við mannfólkið,“ segir vísindakonan Andrea Ravignani, sem leiddi alþjóðlegan rannsóknarhóp í rannsókn á tónlistargáfum meðal prímata.

„Það að leita að tónlistareinkennum hjá öðrum tegundum gefur okkur færi á að búa til „þróunartré“ fyrir einkenni sem tengjast tónlist og skilja hvernig getan til að halda takti varð til og þróaðist hjá mannfólki,“ sagði hún.

Sem hluta af fyrrnefndri rannsókn ákvað hópurinn að rannsaka indri lemúrann, sem er einn af fáum prímötum sem syngur en tegundin, sem er með stærstu lemúrum í heimi, er í mikilli útrýmingarhættu og finnst aðeins í Madagaskar.

Rannsóknin leiddi í ljós að indri lemúrar hafa sannarlega ákveðinn takt og fylgdu ýmsum tónlistareinkennum sem einkenna einnig tónlist okkar mannanna. 

Tegundin er þekkt fyrir að syngja með fjölskyldumeðlimum sínum, bæði hálfgerða dúetta og í kór. 

 Hægt er að hlusta á indri lemúra syngja í takt í myndskeiðinu hér að neðan.

New York Times og Good News Network
 

mbl.is