Þarft ekki að vera grönn til að vera íþróttakona

Líkamsvirðing | 16. janúar 2022

Þarft ekki að vera grönn til að vera íþróttakona

Kraftlyftingakonan og bókavörðurinn Þorbjörg Matthíasdóttir byrjaði að lyfta lóðum upp úr tvítugt. Fyrst hreyfði hún sig til að grennast og léttast en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag lyftir hún lóðum til að verða sterk. Hugarfar hennar hefur breyst mikið og iðkar hún nú líkamsvirðingu sem felst meðal annars í því að finna sátt í eigin skinni.

Þarft ekki að vera grönn til að vera íþróttakona

Líkamsvirðing | 16. janúar 2022

Þorbjörgu Matthíasdóttur líður hvergi betur en í lyftingasalnum.
Þorbjörgu Matthíasdóttur líður hvergi betur en í lyftingasalnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kraftlyftingakonan og bókavörðurinn Þorbjörg Matthíasdóttir byrjaði að lyfta lóðum upp úr tvítugt. Fyrst hreyfði hún sig til að grennast og léttast en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag lyftir hún lóðum til að verða sterk. Hugarfar hennar hefur breyst mikið og iðkar hún nú líkamsvirðingu sem felst meðal annars í því að finna sátt í eigin skinni.

Kraftlyftingakonan og bókavörðurinn Þorbjörg Matthíasdóttir byrjaði að lyfta lóðum upp úr tvítugt. Fyrst hreyfði hún sig til að grennast og léttast en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag lyftir hún lóðum til að verða sterk. Hugarfar hennar hefur breyst mikið og iðkar hún nú líkamsvirðingu sem felst meðal annars í því að finna sátt í eigin skinni.

Þorbjörg byrjaði að keppa í kraftlyftingum eftir að hún eignaðist son sinn, Gunnar Rökkva, árið 2018 og hefur blómstrað í greininni. 

„Það tók mig dágóðan tíma að ná þangað sem ég er í dag. Ég hef farið í gegnum allskonar sjálfsvinnu og það hefur alls ekki alltaf verið auðvelt. Það sem hefur hjálpað mér mikið er að hafa konur í kringum mig sem hugsa eins og ég. Við hjálpumst að og grípum hvor aðra þegar við þurfum á því að halda. Svoleiðis félagskapur er ómetanlegur,“ segir Þorbjörg í viðtali við mbl.is. 

Þorbjörg stundaði allar íþróttir sem voru í boði þegar hún var krakki. Þegar hún varð unglingur og fór í framhaldsskóla datt hún alveg út úr allri hreyfingu og fann sig hverfi. 

„Þegar unglingar ná þessum aldri er oftast gert ráð fyrir að þú sért að stunda einhverja íþrótt sem afreksmanneskja eða alls ekki. Ég var ekki góð í neinni sérstakri íþrótt og taldi mig þess vegna vera manneskju sem væri bara ekki í íþróttum,“ segir Þorbjörg. 

Þorbjörg æfði allar þær íþróttir sem voru í boði þegar …
Þorbjörg æfði allar þær íþróttir sem voru í boði þegar hún var barn. Þegar leið á unglingsárin hætti hún í íþróttum en fann kraftlyftingarnar nokkrum árum seinna og heillaðist. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þráði ekkert heitar en að verða mjó

„Ég fór fyrst að fara í ræktina með vinkonum um 19 ára aldurinn en fannst alltaf svo ógeðslega leiðinlegt að hanga á hlaupabrettinu eða skíðavélinni. Uppúr tvítugu fór ég að lyfta lóðum og fann strax að það var eitthvað sem átti við mig. Fyrstu árin var ég samt aðallega að hreyfa mig til að grennast og léttast - það var megin takmarkið,“ segir Þorbjörg. Hún hefur alltaf verið sterklega byggð en þráði ekkert heitar sem unglingur að verða mjó.

Í ræktinni byrjaði hún að lyfta og fannst það gaman. Það var þó ekki fyrr en hún kynntist manninum sínum að hún varð hugfanginn af kraftlyftingum. Hann kynnti hana fyrir ólympískum lyftingum og kraftlyftingum og þá varð ekki aftur snúið. Þá breyttust markmið hennar úr tölunum á vigtinni yfir í lóðin á stönginni. 

„Hugarfarið mitt er í raun svo gjörbreytt að það er eiginlega ekki hægt að bera það saman. Fyrst var ég heltekin af því að léttast og grennast – ég vildi bara verða mjó og flott. Ég hélt að hamingjan fælist í tölu á vigtinni eða stærðinni á buxunum mínum. Ég gæti ekki haft meira rangt fyrir mér. Hamingjan þarf að koma úr sáttinni við sjálfa sig. Það að öðlast sátt í líkamanum sínum og sinna honum af alúð en ekki hatri er það sem skiptir máli. Þú munt alltaf sinna heilsunni þinni betur ef þér þykir vænt um þig sjálfa og líkamann þinn.“

„Ég hef prófað að fasta, prófað lágkolvetnafæði, borðað bara 1200 …
„Ég hef prófað að fasta, prófað lágkolvetnafæði, borðað bara 1200 hitaeiningar á dag, talið macros, borðað duft í staðinn fyrir mat og allskonar. Allir þessir kúrar enduðu í sjálfsniðurrifi og þyngdaraukningu þar sem ég hélt þetta ekki út,“ segir Þorbjörg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Prófaði allt

Eins og svo margir hefur Þorbjörg prófað hvern kúrinn á fætur öðrum. „Ég hef prófað að fasta, prófað lágkolvetnafæði, borðað bara 1200 hitaeiningar á dag, talið macros, borðað duft í staðinn fyrir mat og allskonar. Allir þessir kúrar enduðu í sjálfsniðurrifi og þyngdaraukningu þar sem ég hélt þetta ekki út,“ segir Þorbjörg. 

„Ég byrjaði fyrir örugglega að skoða body positivity fyrir um sex árum síðan. Það tók langan tíma að síast inn því einhvern veginn eru skilaboðin frá samfélaginu þannig að maður sé aldrei nóg. Það er iðnaður sem græðir bókstaflega milljónir á því að fólk, aðallega konur, séu ónægt með sig. Ég dansaði lengi á línunni þar sem ég skiptist á við að vera með jákvæða líkamsímynd og vera í algjöru sjálfsniðurrifi. Það opnaði augu mín hvað mest þegar ég fór að fylgjast með baráttukonum fyrir líkamsvirðingu á samfélagsmiðlum og byrjaði að lesa bækur sem fjölluðu um þetta efni. Þá sá ég loksins að þetta væri raunhæfur möguleiki fyrir mig eins og alla aðra. Allir eiga rétt á því að þykja vænt um sjálfan sig og finna sátt í eigin skinni.“

Þorbjörg setur sér þrjú markmið, hvað hún ætlar að taka …
Þorbjörg setur sér þrjú markmið, hvað hún ætlar að taka í hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gaman að bæta sig

Þorbjörg minnist þess að þegar hún var yngri sá hún engar fyrirmyndir í fjölmiðlum. Hún segist hafa viljað hafa einhverja fyrirmynd sem sýndi henni að hún þyrfti ekki að vera grönn til að afreka hluti í lífinu. „Þú þarft ekki að vera grönn til að vera íþróttakona, þú þarft ekki að vera grönn til að ná árangri. Fyrst að ég hugsaði svona þá hugsaði ég að það væru pottþétt konur og stelpur þarna úti sem hugsuðu þetta líka. Það er svo mikilvægt að geta speglað sig í einhverjum sem er svipaður manni sjálfum. Að sjá það fólk blómstra veitir manni innblástur til að blómstra sjálfum.“

Kraftlyftingarnar hafa átt hug hennar allan undanfarin ár og segir hún að andinn sé mjög góður innan kraftlyftingasamfélagsins. Fólk sé ekki að spá í holdafari annarra og allskonar fólk æfi saman.. „Ég hef haft gaman af hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu frá því að ég fór fyrst að lyfta lóðum en var alltaf að lyfta eitthvað annað með. Þegar ég kynntist manninum mínum hafði hann verið viðloðandi lyftingar síðan hann var unglingur. Ég byrjaði að æfa í Ármanni með honum en fyrst æfðum við ólympískar lyftingar. Ég skipti yfir í kraftlyftingar þegar ég varð ófrísk og eftir að ég átti strákinn minn 2018 þá byrjaði ég fyrst að æfa kraftlyftingar fyrir alvöru og keppa,“ segir Þorbjörg. 

„Það er svo gaman að bæta sig og auðvelt að mæla árangurinn þegar lóðin bætast á stöngina. Það er auk þess frábær félagsskapur og hvetjandi samfélag,“ segir Þorbjörg að lokum. 

Þegar kemur að markmiðasetningu setur Þorbjörg sér bara þrjú markmið, tölurnar sem hún ætlar að taka í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu.

mbl.is