Vilja sporna við tjóni vegna náttúruhamfara

Alþingi | 19. janúar 2022

Vilja sporna við tjóni vegna náttúruhamfara

Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknar mælti ásamt nokkrum þingmönnum annarra flokka leggja fram þingsályktunartillögu sem gengur út á að fela ríkisstjórninni að láta gera úttekt á tryggingavernd og úrvinnslu tjóna í kjölfar náttúruhamfara.

Vilja sporna við tjóni vegna náttúruhamfara

Alþingi | 19. janúar 2022

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar, mælti fyrir aukinni tryggingavernd.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar, mælti fyrir aukinni tryggingavernd. mbl.is/Arnþór

Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknar mælti ásamt nokkrum þingmönnum annarra flokka leggja fram þingsályktunartillögu sem gengur út á að fela ríkisstjórninni að láta gera úttekt á tryggingavernd og úrvinnslu tjóna í kjölfar náttúruhamfara.

Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknar mælti ásamt nokkrum þingmönnum annarra flokka leggja fram þingsályktunartillögu sem gengur út á að fela ríkisstjórninni að láta gera úttekt á tryggingavernd og úrvinnslu tjóna í kjölfar náttúruhamfara.

Úttektinni verður skilað í formi skýrslu til Alþingis eigi síðar en í júlí 2022, að sögn Líneikar. Málinu til stuðnings nefndi hún í pontu óveðrið í desember 2019, sem kom verst niður á Norður- og Norðvesturlandi, snjóflóðið í Flatey og aurflóð í Þingeyjarsveit á liðnu hausti.

Stórtjónum fjölgað 

Samkvæmt nýjustu ársskýrslu Náttúruhamfaratrygginga Íslands voru Stórtjón á árinu 2020 14 talsins en að meðaltali hafa þau verið 7 á ári frá árinu 1987.

Markmið úttektarinnar verði að greina hverju sé helst ábótavant í tryggingavernd og úrvinnslu tjóna og að draga fram leiðir til úrbóta.

Er þetta lagt til m.a. vegna þess að tjón af völdum náttúruhamfara er oft umtalsvert og getur reynst einstaklingum eða rekstaraðilum ofviða og þar með ógnað heilu samfélögunum, að því er fram kemur í greinargerð tillögunnar. Tryggingavernd vegna náttúruhamfara sé því miklvæg sem og skilvirk og sanngjörn úrvinnsla í kjölfar hamfara. 

mbl.is