Byrjaði í ræktinni til að eignast kærasta

Crossfit | 28. janúar 2022

Byrjaði í ræktinni til að eignast kærasta

Crossfitstjarnan Sara Sigmundsdóttir prýðir forsíðu heilsu- og lífstílstímaritsins Women's Fitness um þessar mundir. Sara opnaði sig um forsíðuna á Instagram þar sem hún segir frá því af hverju hún byrjaði að hreyfa sig þegar hún var 17 ára gömul.

Byrjaði í ræktinni til að eignast kærasta

Crossfit | 28. janúar 2022

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir prýðir forsíðu Women's Fitness um þessar mundir.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir prýðir forsíðu Women's Fitness um þessar mundir. Kristinn Magnússon

Crossfitstjarnan Sara Sigmundsdóttir prýðir forsíðu heilsu- og lífstílstímaritsins Women's Fitness um þessar mundir. Sara opnaði sig um forsíðuna á Instagram þar sem hún segir frá því af hverju hún byrjaði að hreyfa sig þegar hún var 17 ára gömul.

Crossfitstjarnan Sara Sigmundsdóttir prýðir forsíðu heilsu- og lífstílstímaritsins Women's Fitness um þessar mundir. Sara opnaði sig um forsíðuna á Instagram þar sem hún segir frá því af hverju hún byrjaði að hreyfa sig þegar hún var 17 ára gömul.

„Ég er svo glöð og það er mér mikill heiður að vera valin á forsíðuna á einu besta heilsu og lífstíls tímariti heims. Það er súrrealískt að hugsa til þess að þegar ég var 17 ára hafði ég eiginlega aldrei hreyft mig og aldrei farið sjálfviljug í ræktina. Venjur mínar voru óheilbrigðar, ég var óánægð með sjálfa mig og eina ástæðan fyrir því að ég fór í ræktina var af því besta vinkona mín eignaðist kærasta og ég fann fyrir pressu til að eignast kærasta,“ skrifar Sara við mynd af forsíðunni á Instagram. 

Sara er ein sú besta í crossfit í heiminum í dag og hefur sex sinnum keppt á heimsleikunum í Crossfit. Þá hefur hún tvisvar sinnum lent í þriðja sæti á leikunum og einu sinni í fjórða sæti. Sara keppti ekki á leikunum á síðasta ári vegna meiðsla en snýr aftur til baka á þessu tímabili. 

Sara segist ekki hafa haft græna glóru um hvað biði hennar þegar hún byrjaði fyrst að hreyfa sig til þess að léttast og ganga í augun á stráknum sem hún var skotin í. „Ég smitaðist óvart af crossfit bakteríunni í leiðinni. Sex árum seinna var ég á verðlaunapalli á heimsleikunum og nú sex árum eftir það er ég á forsíðu Women's Fitness,“ skrifar Sara.

mbl.is