Allt annað líf þegar sykurinn er ekki að trufla

Heilsurækt | 3. febrúar 2022

Allt annað líf þegar sykurinn er ekki að trufla

Guðríður Erla Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er kölluð, varð landsþekkt þegar hún var þjálfari í Biggest Loser Ísland. Nú rekur hún líkamsræktarstöðina Yama. Í febrúar ætlar hún að hjálpa landsmönnum að minnka sykurneyslu ásamt næringarþerapistanum Ingu Kristjánsdóttur. Þær segja að minnkandi sykurneysla hafi mikil áhrif á heilsuna og það skipti máli að fá sykurinn út úr myndinni.

Allt annað líf þegar sykurinn er ekki að trufla

Heilsurækt | 3. febrúar 2022

Guðríður Erla Torfadóttir eða Gurrý eins og hún er kölluð.
Guðríður Erla Torfadóttir eða Gurrý eins og hún er kölluð.

Guðríður Erla Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er kölluð, varð landsþekkt þegar hún var þjálfari í Biggest Loser Ísland. Nú rekur hún líkamsræktarstöðina Yama. Í febrúar ætlar hún að hjálpa landsmönnum að minnka sykurneyslu ásamt næringarþerapistanum Ingu Kristjánsdóttur. Þær segja að minnkandi sykurneysla hafi mikil áhrif á heilsuna og það skipti máli að fá sykurinn út úr myndinni.

Guðríður Erla Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er kölluð, varð landsþekkt þegar hún var þjálfari í Biggest Loser Ísland. Nú rekur hún líkamsræktarstöðina Yama. Í febrúar ætlar hún að hjálpa landsmönnum að minnka sykurneyslu ásamt næringarþerapistanum Ingu Kristjánsdóttur. Þær segja að minnkandi sykurneysla hafi mikil áhrif á heilsuna og það skipti máli að fá sykurinn út úr myndinni.

„Að kunna er að geta og þess vegna ákváðum við að nú væri kominn tími til að kenna fólki hvernig stendur á því að svona erfitt getur reynst að sleppa sykri, en fyrir því er ekki bara einhver ein ástæða. Það er auðvelt að sleppa sykuráti ef rót vandans er þekkt og kunnátta fyrir hendi til að vinna með líkamanum! Verkefnið á þessu námskeiði er að læra hvers vegna sykurlöngunin tekur yfir og hvað hægt er að gera til þess að eyða henni úr kerfinu. Margir halda að það að sleppa sykri snúist um sjálfstjórn og aga, en staðreyndin er að sykurlöngun snýst bara ekkert um það! Við munum leiðrétta þennan misskilning á námskeiðinu,“ segir Gurrý.

Inga Kristjánsdóttir.
Inga Kristjánsdóttir.

„Við munum líka kenna hve mikill gróði það er fyrir líkama og sál að sleppa sykri flesta daga. Hver vill ekki meiri orku, andlegt jafnvægi, betri svefn, meiri gleði, minni verki og bólgur? Við viljum það! Margir hafa reynt að taka sykur út úr mataræðinu, sumum tekist, kannski tímabundið, og öðrum lánast það fyrir lengri tíma. Margir gefast þó upp! En hvers vegna? Jú, vegna þess að aðferðirnar og nálgunin er ekki rétt. Það vita líklega allir hversu mikil heilsufarsvandamál sykurneysla skapar, en kannski bara vill fólk ekki horfast í augu við það. Sykur er jú ansi víða og mikið af honum, hann bragðast líka þokkalega vel og getur skapað mikið löngunarástand,“ segir Inga.

Þær segja að það sé mikilvægt að fólk átti sig á því hvers vegna það er mikilvægt að sleppa sykri.

„Þetta snýst bara alls ekki eingöngu um holdafar! Okkar áhersla er og verður alltaf á heilbrigði, bætta líðan líkamlega og andlega, sem og meiri lífsgæði. Það er staðreynd að margir af helstu sjúkdómum samtímans tengjast mataræði. Sykurinn getur í félagi við annað skapað miklar bólgur í líkamanum, sem svo geta þróast út í vandamál og sjúkdóma eins og of háan blóðþrýsting, of hátt kólesteról, gigtarsjúkdóma, hjartasjúkdóma, sykursýki, meltingarfærasjúkdóma, þunglyndi og kvíða svo fátt eitt sé talið. Þetta sykurleysisferðalag okkar verður skemmtilegt og við munum útskýra allt saman á mannamáli,“ segir Gurrý.

Hver er lykill að því að minnka sykurneyslu í eigin tilveru?

„Lykillinn er að vita hvernig og af hverju. Kunna að vinna með líkamanum að því að minnka sykurneyslu og bæta heilsuna,“ segir Inga.

Hvernig skilgreinið þið sykurleysi?

„Við verðum fyrst og fremst með fókusinn á þessum mjög svo sýnilega sykri. Sælgæti, kökur, kex og allt það. Við munum ekkert fara að lúslesa innihaldslýsingar eða festa okkur í einhverjum smáatriðum. Staðreyndin er að sýnilegi, mest áberandi sykurinn er vandamálið, ekki hvort einhver ákveðin sósa inniheldur eitt gramm af sykri,“ segir Inga.

Hvað segið þið um alla „sykurlausu“ barina, ísinn og sætindin sem fólk borðar í staðinn. Er það í lagi?

„Þessar sykurlausu matvörur eru nánast eins misjafnar að gæðum og þær eru margar. Sumt inniheldur bara gervisykur, en annað aðeins betri sætu. Það má til dæmis nefna erítreól og feiri slík sykuralkóhól, eins og þau eru kölluð, sem skárri kost. Þó þarf að varast að nota of mikið af þeim, meltingin höndlar það ekki. Einnig hefur stevía verið vinsæl og þykir nokkuð góður kostur. Sumar af þessum sykurlausu vörum innihalda líka alls konar annað óæskilegt drasl, sem kannski kemur sykri ekkert við. Í stuttu máli: velja betri sætu, sleppa versta gervisykrinum og passa magnið. Þá erum við góð,“ segir Inga.

Unsplash

Hvernig hafið þið farið að því að vera sykurlausar? Hver er einfaldasta leiðin til þess?

„Það eru ein sex ár síðan ég ákvað að taka sykurinn út og það var af heilsufarsástæðum. Ég er kerling á miðjum aldri og því fylgja breytingar í líkamsstarfsemi. Það kom einfaldlega í ljós að minn kroppur var ekki að höndla sykurinn lengur og líklega aldrei gert það neitt sérstaklega vel. Ég var undirlögð af verkjum, svaf ömurlega, að drepast í meltingunni, með endalausar sveppasýkingar og bara gat ekki meir. Þannig að ég ákvað að henda sykrinum út og upplifði í kjölfarið miklar jákvæðar breytingar á heilsufarinu, bæði líkamlega og andlega. Ég veit bara ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki tekið á þessu. Hjá mér var þetta ákvörðun og auðvitað kunni ég að vinna með líkamanum þannig að hann höndlaði breytingarnar betur. Svo þegar dálítill tími var liðinn, þá einfaldlega hætti ég að sjá sælgætið, kökurnar og ísinn. Fæðu-radarinn bara nemur ekki sætindin lengur! Mér finnst það alltaf jafn magnað og margir eiga erfitt með að trúa mér þegar ég nefni þetta. En staðreyndin er að sykurlöngunin bara hverfur ef unnið er rétt að málunum.

Ég er auðvitað langt frá því að vera heilög í mínu mataræði, það vita þeir sem þekkja mig. Ég á sko mína spretti og veikleika, en í dag snúa þeir að öðru en sykri. Það er líka hrútleiðinlegt að vera á fullkomnu mataræði og það ráðlegg ég engum,“ segir Inga.

Gurrý segist ekki geta sagt að hún sé alveg sykurlaus og fái sér einstaka sinnum nammi og kökur.

„Fyrir mig er lykillinn að passa daglega skipulagið með allar máltíðir. Ég fasta 12 tíma á sólarhring og borða svo alltaf á sama tíma á hverjum degi. Ef ég klúðra því þá eru kvöldin oft erfið og ég finn mig týnda inni í eldhússkáp að leita að einhverjum sætindum. Ég passa að eiga alltaf fitness-popp þannig að þegar þetta gerist get ég fengið mér snarl sem er sykurlaust og með góðum trefjum. Fyrir tveimur árum tók ég verulega til í mínu lífi og liður í því var að minnka streitu og passa gríðarlega vel upp á svefninn. Það gerði ég með því að skipuleggja líf mitt betur og vera betri við mig og hætta öllu sem tengist mataræðiskúrum og einblína bara á að passa að borða alltaf nóg og alltaf á sama tíma hvern dag og alls ekki borða rétt áður en ég fer að sofa því það kostar mig svefninn, sem er alls ekki þess virði,“ segir hún.

Námskeiðið fer fram í lokuðum hópi á Facebook. Þar fá þátttakendur fræðslu í formi pistla, myndbanda, beinna útsendinga, umræðna, verkefna og fleira. Námskeiðið hefst 7. febrúar og stendur til 6. mars.

Unsplash
mbl.is