Mamma flúði í sumarbústað

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 29. maí 2022

Mamma flúði í sumarbústað

Vinnufélagarnir Sindri Snær Þorsteinsson og Einar Helgi Gunnarsson hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík segja jarðskjálftana að undanförnu hafa verið töluvert skárri en fyrir eldgosið í Geldingadölum þegar allt lék á reiðiskjálfi.

Mamma flúði í sumarbústað

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 29. maí 2022

Sindri Snær Þorsteinsson (til vinstri) og Einar Helgi Gunnarsson.
Sindri Snær Þorsteinsson (til vinstri) og Einar Helgi Gunnarsson. mbl.is/Hákon

Vinnufélagarnir Sindri Snær Þorsteinsson og Einar Helgi Gunnarsson hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík segja jarðskjálftana að undanförnu hafa verið töluvert skárri en fyrir eldgosið í Geldingadölum þegar allt lék á reiðiskjálfi.

Vinnufélagarnir Sindri Snær Þorsteinsson og Einar Helgi Gunnarsson hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík segja jarðskjálftana að undanförnu hafa verið töluvert skárri en fyrir eldgosið í Geldingadölum þegar allt lék á reiðiskjálfi.

„Þetta er einn og einn skjálfti sem við finnum. Yfir þrjá [að stærð] þá finnum við þetta, annars ekki,“ segir Einar Helgi, sem tekur þó fram að þeir séu að mælast nær en áður.

„Það er meira stress yfir því hversu nálægt okkur þetta er. Maður hafði minni áhyggjur yfir því þegar það voru tíu kílómetrar frá heldur en þegar það eru tveir til þrír kílómetrar,“ segir Sindri Snær.

Áhyggjur af innviðum

Land hef­ur risið und­ir fjall­inu Þor­birni og ná­grenni þess. Talið er að landrisið stafi að mestu leyti af kviku en ekki gasi og mögu­lega hafi kviku­streymi leitað til hliðar í átt að Svartsengi þegar eld­gos­inu í Geld­inga­döl­um lauk.

Einar segir að ef skjálftarnir halda áfram aukast áhyggjur hans af því ef hiti og rafmagn fer af bænum. Sindri er sama sinnis og hefur áhyggjur af innviðunum ef það gýs í nágrenninu.

„Eins og þetta var seinast, þá voru miklu stærri skjálftar og það var miklu óþægilegra. Þó að þetta sé nær núna eru þetta ekki nærri því eins margir [skjálftar] sem maður finnur. Þetta eru tveir til þrír á dag kannski en í hinu var maður að finna fyrir oft 15 á hverjum klukkutíma. Það var alveg helvíti leiðinlegt,“ segir Sindri og hlær. Þá hafi hrunið úr hillum, sem hafi ekki gerst núna.

Frá íbúafundi í Grindavík á dögunum vegna jarðskjálftahrinunnar.
Frá íbúafundi í Grindavík á dögunum vegna jarðskjálftahrinunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nágrannarnir í blokkinni flúðu

Hafið þið verið að missa svefn?

„Nei, ég steinsvef. Mamma mín, hún er vakandi allar nætur. Hún flúði í sumarbústað seinast. Ég hefði nánast verið til í að vera með henni þá, þá var maður að missa svefn. En núna, mér finnst þetta vera aðeins minna,“ svarar Sindri. 

Einar:Ég hef ekki ennþá flúið neitt en það var fólk sem flúði í blokkinni hjá mér. Ekki núna en síðast.“

Sindri bætir við: „Þetta er örugglega að byrja núna. Þetta var alltaf sterkara og sterkara þar til það gaus seinast. Þetta á örugglega eftir að verða svipað og seinast. Maður er bara að bíða eftir því,“ segir hann og hlær aftur, tiltölulega slakur yfir öllu saman.

mbl.is