Pútín segir kjarnorkustríð ekki mega brjótast út

Úkraína | 1. ágúst 2022

Pútín segir kjarnorkustríð ekki mega brjótast út

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir kjarnorkustríð vera stríð án sigurvegara. Því megi það aldrei brjótast út. 

Pútín segir kjarnorkustríð ekki mega brjótast út

Úkraína | 1. ágúst 2022

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fullyrðir að Rússland standi enn fyllilega …
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fullyrðir að Rússland standi enn fyllilega við samninga sem mæla gegn dreifingu kjarnorkuvopna. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir kjarnorkustríð vera stríð án sigurvegara. Því megi það aldrei brjótast út. 

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir kjarnorkustríð vera stríð án sigurvegara. Því megi það aldrei brjótast út. 

Þessi orð lét hann falla á tíundu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna vegna sáttmálans um að dreifa ekki kjarnorkuvopnum. Hann lagði áherslu á það að Rússland stæði enn fyllilega við sáttmálann. 

Bandaríkin, Bretland og Frakkland gagnrýndu í dag Rússa fyrir óábyrga og hættulega orðræðu, um hugsanlega beitingu kjarnorkuvopna, frá því að stríð braust út í Úkraínu með innrás Rússa. 

Rússneskir ríkismiðlar hafa talað upp beitingu kjarnorkuvopna. Var það harðlega gagnrýnt af Dmitrí Múratov, rússneskum Nóbelsverðlaunahafa og útgefanda. 

mbl.is