Ævintýrakisi elskar ferðalög og útivist

Á ferðalagi | 7. desember 2022

Ævintýrakisi elskar ferðalög og útivist

Liebchen er sannkallaður ævintýraköttur, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann ferðast víðsvegar um heiminn með eiganda sínum, Erin Geldermans. Hann nýtur þess að stunda allskyns útivist með eiganda sínum, svo sem hjólreiðar, göngur, snjósleða og siglingu svo eitthvað sé nefnt. 

Ævintýrakisi elskar ferðalög og útivist

Á ferðalagi | 7. desember 2022

Ævintýrakötturinn Liebchen hefur ferðast meira en flestir.
Ævintýrakötturinn Liebchen hefur ferðast meira en flestir. Samsett mynd

Liebchen er sannkallaður ævintýraköttur, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann ferðast víðsvegar um heiminn með eiganda sínum, Erin Geldermans. Hann nýtur þess að stunda allskyns útivist með eiganda sínum, svo sem hjólreiðar, göngur, snjósleða og siglingu svo eitthvað sé nefnt. 

Liebchen er sannkallaður ævintýraköttur, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann ferðast víðsvegar um heiminn með eiganda sínum, Erin Geldermans. Hann nýtur þess að stunda allskyns útivist með eiganda sínum, svo sem hjólreiðar, göngur, snjósleða og siglingu svo eitthvað sé nefnt. 

Geldermens bjargaði Liebchen þegar hann var kettlingur í september 2020 og ákvað í kjölfarið að hún myndi taka hann með sér í ferðalög sín. 

„Hann var svo orkumikill og virkur, svo ég byrjaði að taka hann með mér hvert sem ég fór, allt frá hjólreiðum og útlegum til gönguferða,“ sagði Geldermens í samtali við People og bætti við að Liebchen hafi alltaf kunnað vel við að vera í taumi.

Liebchen á nú dyggan aðdáendahóp á Instagram þar sem hann er með um 180 þúsund fylgjendur, en á miðilinn deilir Geldermens myndum frá ævintýrum þeirra. Á myndunum er Liebchen iðulega klæddur í smart fatnað og oft með hlífðargleraugu, en Geldermens segir hann vera afar afslappaðan. 

mbl.is