Með börnin í Brasilíu eftir skilnaðinn

Stjörnur á ferð og flugi | 20. desember 2022

Með börnin í Brasilíu eftir skilnaðinn

Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hleður nú rafhlöðurnar í Brasilíu eftir að hún og fótboltakappinn Tom Brady skildu. Fyrirsætan flaug til Brasílíu á dögunum með börn þeirra tvö. 

Með börnin í Brasilíu eftir skilnaðinn

Stjörnur á ferð og flugi | 20. desember 2022

Gisele Bündchen er komin aftur til heimalandsins.
Gisele Bündchen er komin aftur til heimalandsins. Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hleður nú rafhlöðurnar í Brasilíu eftir að hún og fótboltakappinn Tom Brady skildu. Fyrirsætan flaug til Brasílíu á dögunum með börn þeirra tvö. 

Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hleður nú rafhlöðurnar í Brasilíu eftir að hún og fótboltakappinn Tom Brady skildu. Fyrirsætan flaug til Brasílíu á dögunum með börn þeirra tvö. 

Bündchen birti myndir af sér við ströndina og merkti inn Praia Brava Norte á kortinu.

Brady og Bündchen eiga saman tvö börn, Benjamin 13 ára og dótturina Vivian 10 ára. 

Ofurfyrirsætan er fædd og uppalin í Brasilíu en hún mætti á viðburð Vivara í Sao Paulo í síðustu viku. Var það hennar fyrsti viðburður síðan hún skildi við Brady. 

Brady og Bündchen greindu frá skilnaði sínum í lok október, en þau höfðu verið gift í 13 ár.

View this post on Instagram

A post shared by Gisele Bündchen (@gisele)

mbl.is