„Skygging og góður kinnalitur geta gert mjög góða hluti“

Snyrtibuddan | 21. desember 2022

„Skygging og góður kinnalitur geta gert mjög góða hluti“

Lilja Björg Gísladóttir markaðsfulltrúi og snyrtivörupenni segir jólaförðunina eiga að vera einfalda og hátíðlega, nóg sé stressið um jólin. Sjálf ætlar hún að bregða út af vananum og vera í Los Angeles um jólin.

„Skygging og góður kinnalitur geta gert mjög góða hluti“

Snyrtibuddan | 21. desember 2022

Brosið og góða skipið er lykillinn að fallegu útliti um …
Brosið og góða skipið er lykillinn að fallegu útliti um jólin að sögn Lilju Bjargar Gísladóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lilja Björg Gísladóttir markaðsfulltrúi og snyrtivörupenni segir jólaförðunina eiga að vera einfalda og hátíðlega, nóg sé stressið um jólin. Sjálf ætlar hún að bregða út af vananum og vera í Los Angeles um jólin.

Lilja Björg Gísladóttir markaðsfulltrúi og snyrtivörupenni segir jólaförðunina eiga að vera einfalda og hátíðlega, nóg sé stressið um jólin. Sjálf ætlar hún að bregða út af vananum og vera í Los Angeles um jólin.

„Ég er mikil fjölskyldukona og mitt uppáhaldshlutverk er Lilja frænka svo mér þykir tíminn með fjölskyldunni, jólaboðin og það allt saman, ótrúlega mikilvægur hluti af jólunum. Svo hafa myndast ýmsar hefðir í gegnum árin, til dæmis erum við vinkonuhópurinn alltaf með litlu jól þar sem við föndrum eða bökum saman og erum svo með svona leynijólasveinaleik. Þessi hefð er orðin ómissandi partur af mínum jólaundirbúningi. Annars finnst mér líka ótrúlega gott að klára jólagjafirnar í nóvember svo ég geti bara notið þess að jólast í desember. Ég er alveg týpan sem bíð eftir að geta sest og horft á allar jólamyndirnar – sem ég hef horft á oft – í desember,“ segir Lilja.

Hvernig finnst þér skemmtilegt að mála þig um jólin?

„Ég held ég hafi aldrei málað mig eins um jól en ég er gjarnari á að grípa í rauða varalitinn um jólin en aðra daga, hvort sem er á aðfangadag eða fyrir jólaboðin. Annars legg ég mest upp úr því að undirbúningurinn sé kósí; nota rakamaska, augnmaska og tek góða slökun. Það skemmtilegasta er samt auðvitað að um jólin er tilefni til þess að farða sig smá extra nokkra daga í röð. Svo um áramótin fer ég alltaf alla leið og nánast baða mig upp úr glimmeri. Hátíðarförðunin er mjög svipuð og bara hefðbundin förðun nema ég leyfi mér að dýfa burstunum í dýrari vörur sem eru kannski almennt smá spari.“

Lilja notaði augnskuggann Dior Backstage Eye Palette í litnum 002 …
Lilja notaði augnskuggann Dior Backstage Eye Palette í litnum 002 cool neutrals. mbl.is/Kristinn Magnússon


Látlaus jólaförðun

Lilja farðaði sig eins og klukkan væri að verða sex á aðfangadag fyrir jólablaðið. Hún segir lykilatriði að næra húðina vel og hafa förðunina einfalda.

„Ég lagði áherslu á að húðin væri ljómandi og falleg, það er svona mín helsta áhersla í allri förðun þessa dagana. Mér finnst líka mikilvægt að húðin sé hrein og vel nærð áður en ég byrja svo ég þríf hana alltaf og set gott krem og serum áður en ég byrja að mála mig. Ég notaði svo frekar létta og fallega augnskyggingu með fjólubleikum undirtóni og skellti svo sanseruðum lit á augnlokin til þess að poppa augun örlítið upp.

Skygging og góður kinnalitur geta gert mjög góða hluti fyrir einfalda förðun og það eru líklega þær snyrtivörur sem ég gæti síst verið án. Svo toppaði ég förðunina með ljósum brúntóna varalit og ég set alltaf gloss yfir.

Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi ekkert alltaf að flækja hlutina um of, sérstaklega ekki um jólin þegar við ættum að vera að njóta tímans með fólkinu okkar. Einfalt er líka oft svo ótrúlega fallegt. Ef ég væri að farða mig fyrir áramótin hefði ég verið líklegri til þess að fara í dramatískari augnförðun, en jólaförðunin mín er yfirleitt frekar látlaus.“

Þessi farði gefur áreynslulausa áferð.
Þessi farði gefur áreynslulausa áferð.
Falleg augnskuggapalletta frá Dior.
Falleg augnskuggapalletta frá Dior.

Hvað gerir punktinn yfir i-ið?

„Brosið og góða skapið! Þess vegna er mikilvægt að gefa sér tíma, slaka vel á og reyna að njóta augnablikanna. En ef við horfum á förðun þá myndi ég segja rauðar varir eða smá glimmer eða sansering á augun, allavega fyrir mitt leyti.“

Hvað tekur þig langan tíma að gera þig fína fyrir jólin?

„Ég gef mér yfirleitt ágætis tíma í það, en það er þá með jólabaðinu, kertum og kósíheitun. Ég hef svo sem ekki verið mikið í því að taka tímann en við förum yfirleitt að huga að því að græja okkur og gera upp úr klukkan þrjú á heimilinu. Það þurfa náttúrlega allir að nota baðherbergið svo það er ekki annað hægt en byrja snemma. Svo er bara að vinna hægt, slaka á og njóta á milli skrefa í förðuninni. Ég hef síðustu ár kveikt á jólamynd á meðan ég geri mig fína og þá tekur allt töluvert lengri tíma en það þarf að gera, en það er bara svo jólalegt og kósí.“

Mikilvægt er að vera með hreina og vel nærða húð …
Mikilvægt er að vera með hreina og vel nærða húð áður en farðinn er settur á. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heitt loftslag kallar á öðruvísi jólaföt

Hvers konar fatnaður verður í tísku fyrir jólin í ár?

„Góð spurning, það skemmtilega við tískuna núna er að fólk getur svolítið bara notið þess að nota föt sem því sjálfu finnst falleg. Ég held að kjólar séu klassík en svo eru dragtir svolítið í tísku núna og ég held að það gæti orðið vinsælt fyrir jólin. Ég er sjálf mjög heit fyrir þeirri tísku.“

Passar þú að fara ekki í jólaköttinn?

„Ég kaupi almennt nóg af fötum yfir árið svo ég legg ekki beint áherslu á að kaupa ný föt endilega bara fyrir jólin. Ég legg áherslu á að vera í fötum sem mér líður vel í en eru á sama tíma sparileg og fín. Það kemur alveg fyrir að ég kaupi mér ný föt fyrir jólin en það er þá bara því ég sé eitthvað sem ég þarf að eignast rétt fyrir jól.“

Lilja ætlar að stinga af til útlanda um jólin.
Lilja ætlar að stinga af til útlanda um jólin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í hverju ætlarðu að vera á jólunum?

„Ég er nefnilega ekki komin svo langt að ákveða það. Ég verð aldrei þessu vant ekki heima á Íslandi um jólin og verð í 25 stiga hita svo ég þarf aðeins að skoða hvaða tískutrend geta gengið í slíku veðurfari. Mér finnst þó líklegast að ég endi á fallegri dragt eða kjól.“

Áttu þér uppáhaldsskart eða -skó sem þú notar um jólin?

„Nei í rauninni ekki. Ég nota alltaf gyllt skart, ég er mikil gullkona. Ég er lítið í hælaskóm en ég á tvenna skó sem ég nota yfirleitt við hátíðleg tilefni eða þegar mér finnst þörf á því. Annars á ég nóg af strigaskóm og mér finnst þeir oft bara ganga vel upp við sparifötin og nota þá óspart við fín tilefni en um jólin fer ég yfirleitt í hælana.“

Hvenær skiptir þú yfir í náttföt eða þægilegri föt á aðfangadagkvöld?

„Um leið og síðustu gestir fara. Við fáum yfirleitt frændfólk til okkar í eftirrétt þegar við erum búin að opna pakkana og ég reyni nú að vera fín og sæt þangað til þau eru farin. Það er fátt meira kósí en að fara í náttfötin seint á aðfangadagskvöld, næla sér í smá malt og appelsín og lesa jólakortin.“

Hvernig verða jólin hjá þér í ár?

„Þau verða mjög óhefðbundin en ég ætla að eyða jólunum í Los Angeles þetta árið. Það verður örugglega mjög skemmtilegt en líka svolítið skrítið þar sem ég er vön að eyða jóladegi með móðurfjölskyldunni eins og hún leggur sig og á öðrum degi jóla er boð með föðurfjölskyldunni. Aðfangadegi verður örugglega bara eytt í að skoða Hollywood eða aðra merka staði. Jóladegi verður svo eytt á NFL-leik LA Rams á móti Denver Broncos, líklega töluvert meiri læti og fleira fólk þar en í jólaboðinu hjá ömmu Lilju þó svo að fjölskyldan sé bæði fjölmenn og frekar hávær,“ segir Lilja.

Lilja notar farðann Lancôme Teint Idole Ultra Wear fyrir jólaförðunina.
Lilja notar farðann Lancôme Teint Idole Ultra Wear fyrir jólaförðunina. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is