„Svona áfall litar mann, að missa bróður sinn“

Framakonur | 29. janúar 2023

„Svona áfall litar mann, að missa bróður sinn“

Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir er gestur hjá Einari Bárðar hlaðvarpi hans, Einmitt. Nína er ein þekktasta leikkona landsins og atkvæðamikill framleiðandi. Þau ræða velgengni Verbúðarinnar sem var sannarlega fyrirferðamikil í dægurmenningu í byrjun síðasta árs. Þá leikur hún aðalhlutverkið í kvikmyndinni Villibráð sem er vinsælasta kvikmyndin í bíóum landsins í dag og í gærkvöldi frumsýndi Þjóðleikhúsið leikritið Ex þar sem hún fer með eitt af aðalhlutverkunum. Nína talar af mikilli einlægni um hlutverkin sín og sorgina í lífinu en hún missti fósturbróður sinn Sigurjón Brink langt fyrir aldur fram árið 2011. 

„Svona áfall litar mann, að missa bróður sinn“

Framakonur | 29. janúar 2023

Nína Dögg Filippusdóttir missti fósturbróður sinn, Sigurjón Brink, þegar hann …
Nína Dögg Filippusdóttir missti fósturbróður sinn, Sigurjón Brink, þegar hann féll skyndilega frá 2011. Ljósmynd/Samsett

Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir er gestur hjá Einari Bárðar hlaðvarpi hans, Einmitt. Nína er ein þekktasta leikkona landsins og atkvæðamikill framleiðandi. Þau ræða velgengni Verbúðarinnar sem var sannarlega fyrirferðamikil í dægurmenningu í byrjun síðasta árs. Þá leikur hún aðalhlutverkið í kvikmyndinni Villibráð sem er vinsælasta kvikmyndin í bíóum landsins í dag og í gærkvöldi frumsýndi Þjóðleikhúsið leikritið Ex þar sem hún fer með eitt af aðalhlutverkunum. Nína talar af mikilli einlægni um hlutverkin sín og sorgina í lífinu en hún missti fósturbróður sinn Sigurjón Brink langt fyrir aldur fram árið 2011. 

Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir er gestur hjá Einari Bárðar hlaðvarpi hans, Einmitt. Nína er ein þekktasta leikkona landsins og atkvæðamikill framleiðandi. Þau ræða velgengni Verbúðarinnar sem var sannarlega fyrirferðamikil í dægurmenningu í byrjun síðasta árs. Þá leikur hún aðalhlutverkið í kvikmyndinni Villibráð sem er vinsælasta kvikmyndin í bíóum landsins í dag og í gærkvöldi frumsýndi Þjóðleikhúsið leikritið Ex þar sem hún fer með eitt af aðalhlutverkunum. Nína talar af mikilli einlægni um hlutverkin sín og sorgina í lífinu en hún missti fósturbróður sinn Sigurjón Brink langt fyrir aldur fram árið 2011. 

„Svona áfall litar mann, að missa bróður sinn“, segir hún. „Það tekur langan tíma að jafna sig á svona og maður jafnar sig aldrei, maður lærir að styrkjast með sorginni.“ „Lífið verður bara svona fyrir og eftir áfallið,“ segir Nína en áfallið var gríðarlegt fyrir alla, konuna hans, börnin hans og foreldra þeirra Sigurjóns. Hún segir að ljósið í sorginni vera að geta notið tónlistarinnar hans og horft á myndbönd af honum leika og syngja. 

Um helgina frumsýndi Þjóðleikhúsið leikritið Ex með Nínu og Gísla Erni Garðarssyni, manninum hennar í aðalhlutverkum. Það er ekki í fyrsta sinn sem þau leika saman. Fyrst voru þau saman í verkinu Kryddlegin hjörtu í Borgarleikhúsinu þar sem þau sprönguðu nakin um sviðið sem Petro og Tita. Núna leika þau hjón í verkinu Ex þar sem brestir eru komnir í hjónabandið og séu þau að vinna með tilfinningar til hvors annars á sviðinu sem þurfi að sækja lengra að. „Þegar ég er að slá til Gísla á sviðinu í þessu verki þá er ég að dangla í Daníel, hlutverkið hans, en ekki hann,“ segir hún spurð út í það hvernig sé að vinna með sterkar tilfinningar karakteranna þeirra eins og í þessu verki. 

Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir í hlutverkum sínum …
Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir í hlutverkum sínum í Verbúðinni.

Þau ranghvolfa augunum og segja „hvað er að ykkur“

Á þessum nótum berst talið að Verbúðinni sem sannarlega setti svip sinn á allt síðasta ár og hálf þjóðin stóð á öndinni yfir þróun kvótakerfisins og hinn helmingurinn datt í nostalgíukast yfir Sodastream og videokvöldum. En þegar stórfjölskyldan og vinir settust niður á forsýningar á seríunni ranghvolfdu krakkarnir í fjölskyldunni bara augunum og spurðu hvort það væri alveg í lagi með foreldrana. „Mamma og Hlynur frændi að kyssast Pabbi og Selma og Gói og Unnur Ösp. En svona er nú bara að vera fædd inn í stóra leikara fjölskyldu,“ segir Nína og hlær.

Aðspurð út í næstu verkefni segir Nína að í kortunum sé verkefni sem Rakel Garðarsdóttir, mágkona hennar, og Ágústa Ólafsdóttir hafi verið að undirbúa og framleiða um ævi Vigdísar Finnbogadóttur. „Þetta er ótrúlega spennandi og alltaf geggjað að vinna með Rakel,“ segir hún. Verkið eins og það standi í dag sé fjögurra þátta sería sem fjallar um fyrri hluta ævi Vigdísar. Björg Magnúsdóttir rithöfundur og fjölmiðlakona er einn af handritshöfundum þáttanna. Nína segir frá því að Vigdís hafi lánað þeim föt af sjálfri sér til þess að hafa þættina sem raunverulegasta. 

Hægt er að hlusta á Einmitt á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is