Dramatísk án augabrúna - má það?

Förðunartrix | 11. febrúar 2023

Dramatísk án augabrúna - má það?

Söngkonan Doja Cat lét fyrir sér fara þegar hún mætti á Grammy-verðlaunin. Knallstutt hárið fór vel við dramatíska augnförðun og þykkan varalitablýant. Sérstaka athygli vakti að hún var búin að láta farða yfir augabrúnirnar

Dramatísk án augabrúna - má það?

Förðunartrix | 11. febrúar 2023

Rapparinn Doja Cat var mikið förðuð þegar hún mætti á …
Rapparinn Doja Cat var mikið förðuð þegar hún mætti á Grammy-verðlaunin. AFP/Robyn Beck

Söngkonan Doja Cat lét fyrir sér fara þegar hún mætti á Grammy-verðlaunin. Knallstutt hárið fór vel við dramatíska augnförðun og þykkan varalitablýant. Sérstaka athygli vakti að hún var búin að láta farða yfir augabrúnirnar

Söngkonan Doja Cat lét fyrir sér fara þegar hún mætti á Grammy-verðlaunin. Knallstutt hárið fór vel við dramatíska augnförðun og þykkan varalitablýant. Sérstaka athygli vakti að hún var búin að láta farða yfir augabrúnirnar

Söngkonan hefur oft skartað mjög kvenlegu útliti og verið í sama móti og aðrar söngkonur úti í heimi. Hún hefur skartað síðum ljósum lokkum og lagt áherslu á ákveðið útlit sem hefur þótt eftirsóknarvert í henni Hollywood. Nú kveður við annan tón. Lokkarnir eru horfnir og förðunin einkenndist af stælum. Ekki með nóg með það, heldur mætti hún í svörtum plastkjól sem minnti töluvert á fatasmekk fólks sem starfar við kynlífsiðnað.

Ljósmynd/Samsett

Þegar förðun Cat er skoðuð kemur í ljós að það er margt áhugavert við hana. Andlitið er vel farðað en þó ekki skyggt óhóflega. Það var til dæmis búið að afmá augabrúnirnar og setja sterkan blautan augnpensill í kringum augun. Hann var eins og listaverk í andlitinu og rammaði það fallega inn. Til þess að leggja áherslu á útlitið var ljómapúður eða „highlighter“ settur í innri augnkrók. Birkir Már Hafberg förðunarmeistari segir að þetta útlit sé í algeru uppáhaldi hjá sér.

„Ég dýrka hvernig varaliturinn hennar tengist fullkomlega við litinn sem hún er með í innri augnkrók. Hver ætli verði næstur til að láta augabrúnirnar fjúka sem tískuyfirlýsingu?“ segir Birkir og hlær.

AFP/Robyn Beck
AFP/Robyn Beck
mbl.is