Lára Ómarsdóttir hætt hjá Róberti Wessman

Framakonur | 14. febrúar 2023

Lára Ómarsdóttir hætt hjá Róberti Wessman

Lára Ómarsdóttir fréttamaður hætti störfum hjá RÚV fyrir tveimur árum og fór að vinna fyrir lyfjafyrirtækið Aztig. Nú er komið að leiðarlokum en hún sagði frá því á Facebook rétt í þessu að hún hefði skrifað undir starfslokasamning við fyrirtækið sem Róbert Wessman stýrir.

Lára Ómarsdóttir hætt hjá Róberti Wessman

Framakonur | 14. febrúar 2023

Lára Ómarsdóttir.
Lára Ómarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Lára Ómarsdóttir fréttamaður hætti störfum hjá RÚV fyrir tveimur árum og fór að vinna fyrir lyfjafyrirtækið Aztig. Nú er komið að leiðarlokum en hún sagði frá því á Facebook rétt í þessu að hún hefði skrifað undir starfslokasamning við fyrirtækið sem Róbert Wessman stýrir.

Lára Ómarsdóttir fréttamaður hætti störfum hjá RÚV fyrir tveimur árum og fór að vinna fyrir lyfjafyrirtækið Aztig. Nú er komið að leiðarlokum en hún sagði frá því á Facebook rétt í þessu að hún hefði skrifað undir starfslokasamning við fyrirtækið sem Róbert Wessman stýrir.

„Í gær skrifaði ég undir starfslokasamning við Aztiq. Ég gekk til liðs við Aztiq fyrir tveimur árum í stöðu samskiptastjóra félagsins og sé ekki eftir því. Þetta hefur verið ákaflega lærdómsríkur tími, krefjandi, skemmtilegur og gefandi og ég hef verið afar heppin með samstarfsfólk. Nú mun starfið taka ákveðnum breytingum og sýn okkar er um margt ólík. Því var það niðurstaðan að ég myndi stíga frá borði.

Ég óska þeim alls velfarnaðar á þeirri vegferð sem Aztiq er og hlakka til að sjá fyrirtæki á borð við Alvotech blómstra. Hvað nú tekur við hjá mér, veit ég ekki, en ég er sannfærð um að það verði eitthvað mjög spennandi og skemmtilegt,“ skrifar Lára.

Nú er bara spurning hvort hún sé á leið aftur upp í Efstaleiti en á dögunum sagði Þóra Arnórsdóttir frá því að hún væri hætt í Kveik. Stuttu síðar kom í ljós að hún hafði ráðið sig til Landsvirkjunar.

mbl.is