Svona klæðir þú þig eins og frönsk tískugyðja

Fatastíllinn | 15. apríl 2023

Svona klæðir þú þig eins og frönsk tískugyðja

Frönsk tíska heillar marga, enda er hún í senn einföld og stílhrein. Lane Nieset er fjölmiðlakona sem hefur verið búsett í Frakklandi í nokkur ár og hefur tileinkað sér frönsku tískuna.

Svona klæðir þú þig eins og frönsk tískugyðja

Fatastíllinn | 15. apríl 2023

Samsett mynd

Frönsk tíska heillar marga, enda er hún í senn einföld og stílhrein. Lane Nieset er fjölmiðlakona sem hefur verið búsett í Frakklandi í nokkur ár og hefur tileinkað sér frönsku tískuna.

Frönsk tíska heillar marga, enda er hún í senn einföld og stílhrein. Lane Nieset er fjölmiðlakona sem hefur verið búsett í Frakklandi í nokkur ár og hefur tileinkað sér frönsku tískuna.

Hún birti nýverið grein á ferðavef Travel + Leisure þar sem hún fór yfir átta hluti sem eru ómissandi í fataskápinn ef þú vilt líta út eins og Parísarbúi.

Einfaldir hvítir strigaskór

Hinir geysivinsælu þættir Emily in Paris hafa sannarlega aukið áhuga fólks hvaðanæva að úr heiminum á franskri tísku. Nieset segir þó eina helstu gagnrýni sem heimamenn hafi á þættina vera skóúrvalið. 

Hún segir hælaskó ópraktíska og óþægilega, en þeir séu frekar notaðir við sérstök tilefni en dagsdaglega. Þá séu einfaldir og stílhreinir strigaskór aðal málið í Frakklandi, enda mun þægilegri og falli vel að frönsku tískunni.

Tískudívan og áhrifavaldurinn Emilie Lindmark í stílhreinum strigaskóm frá merkinu …
Tískudívan og áhrifavaldurinn Emilie Lindmark í stílhreinum strigaskóm frá merkinu Veja. Skjáskot/Instagram

Röndótt peysa

„Einfaldasta flíkin sem gefur þér strax þennan franska blæ er röndótt peysa,“ útskýrir Nieset. Hún bendir á að mikið úrval sé af röndóttum peysum í allskyns litum sem kalli fram hið fullkomna franska yfirbragð. 

Franski áhrifavaldurinn Audrey Afonso í röndóttri peysu.
Franski áhrifavaldurinn Audrey Afonso í röndóttri peysu. Skjáskot/Instagram

Silki slæða

Nieset segist vera hrifin af silki slæðum og franskar konur séu duglegar að nota slíkar slæður á fjölbreyttan máta. Sumar setji slæðuna yfir höfuðið á meðan aðrir bindi þær um hálsinn. Þá sé einnig vinsælt að binda slæðu á veski og jafnvel nota þær í hárgreiðslur.

Hin franska Lison Sebellin með fallega silki slæðu um hálsinn. …
Hin franska Lison Sebellin með fallega silki slæðu um hálsinn. Takið eftir töskunni. Hún er frá franska tískuhúsinu Chanel. Skjáskot/Instagram

Trench-frakki

„Trench frakkinn er ekki einungis hagnýtur heldur er hann gerður fyrir allar árstíðir og auðvelt að dressa upp og niður,“ segir Nieset. Hún segir frakkann henta öllum og vera staðalbúnaður fyrir alla í París. 

Sænska fyrirsætan Elsa Hosk í flottum Trench frakka.
Sænska fyrirsætan Elsa Hosk í flottum Trench frakka. Skjáskot/Instagram

Einfaldur Blazer-jakki

Blazer-jakkar eru ómissandi í alla fataskápa, enda passa þeir við flest allt og gefa fágað yfirbragð.

Emilie Lindmark í klassískum Blazer-jakka.
Emilie Lindmark í klassískum Blazer-jakka. Skjáskot/Instagram

„Retró“ sporöskjulaga sólgleraugu

Sólgleraugu eru ómissandi í ferðalagið, en Nieset mælir með sporöskjulaga sólgleraugum. Þau séu í senn stílhrein og geri heilmikið fyrir útlitið. 

Lison Sebellin með flott sólgleraugu í skemmtilegu röndóttu dressi.
Lison Sebellin með flott sólgleraugu í skemmtilegu röndóttu dressi. Skjáskot/Instagram

Rauðar neglur

Nieset segir lítið vera um langar gervineglur í París. „Oft þá naglalakka Parísarbúar ekki einu sinni neglurnar. En það eru þó nokkrir litir sem eru klassískir og ekki af ástæðulausu,“ segir hún og bætir við að klassískt rautt naglalakk með hæfilegum glans setji punktinn yfir i-ið. 

Áhrifavaldurinn Sophoe Khanh með fallegar og stílhreinar rauðar neglur.
Áhrifavaldurinn Sophoe Khanh með fallegar og stílhreinar rauðar neglur. Skjáskot/Instagram

90s-gallabuxur

Víðar gallabuxur í „90s-stíl“ eru klassískar og passa við svo margt. Nieset segir að það sé auðvelt að dressa þær upp og niður, þær séu þægilegar og praktískar. 

Lison Sebellin í flottum gallabuxum.
Lison Sebellin í flottum gallabuxum. Skjáskot/Instagram
mbl.is