Nær óþekkjanlegur eftir hjáveituaðgerð

Líkamsvirðing | 19. apríl 2023

Nær óþekkjanlegur eftir hjáveituaðgerð

Bandaríski leikarinn og uppistandarinn, Billy Gardell er nær óþekkjanlegur eftir heljarmikið þyngdartap. Gardell gekkst undir hjáveituaðgerð fyrir tveimur árum og hefur síðan þá misst yfir 68 kíló. 

Nær óþekkjanlegur eftir hjáveituaðgerð

Líkamsvirðing | 19. apríl 2023

Leikarinn Billy Gardell hefur lést um tæp 70 kíló á …
Leikarinn Billy Gardell hefur lést um tæp 70 kíló á síðastliðnum tveimur árum. Hann er þekktastur fyrir leik sinn í þáttaröðinni Mike & Molly þar sem hann lék á móti Melissu McCarthy. Samsett mynd

Bandaríski leikarinn og uppistandarinn, Billy Gardell er nær óþekkjanlegur eftir heljarmikið þyngdartap. Gardell gekkst undir hjáveituaðgerð fyrir tveimur árum og hefur síðan þá misst yfir 68 kíló. 

Bandaríski leikarinn og uppistandarinn, Billy Gardell er nær óþekkjanlegur eftir heljarmikið þyngdartap. Gardell gekkst undir hjáveituaðgerð fyrir tveimur árum og hefur síðan þá misst yfir 68 kíló. 

Fyrrum Mike & Molly–stjarnan ræddi árangurinn í viðtali við Entertainment Tonight. „Ég held að þú verðir að finna þinn innri frið, líta í spegilinn og hugsa svo, það er líklega kominn tími til að sjá um þig,“ sagði hann. 

Laus við sykursýki 2

Stærsti vinningur þyngdartapsins að sögn Gardells, 53 ára, var sú að hann er nú laus við sykursýki 2. 

„Engin sykursýki, hjartsláttur í hvíld fór úr 113 í 68. Er að ganga nokkuð heilbrigður þessa dagana,“ sagði hann og bætti við að mataræði hans samanstæði af „litlum en mjög hollum“ máltíðum. 

„Ég borða í dag eins og allt fólkið sem ég var vanur að gera grín að, satt best að segja. Núna er ég kominn á þann stað þar sem ég get fengið mér nokkra bita af einhverju, ef ég vil.“

„Ég vil vera hér fyrir son minn“

Gardell, sem fór í hjáveituaðgerð fyrir tveimur árum, hugsaði ekki einungis um það sem lífstílsbreytingu heldur einnig tækifæri til þess að styrkja samband sitt við son sinn. „Ég á barn og þegar þú ert orðinn fimmtugur byrjaður að gera þessa pabba–stærðfræði. Ef ég get lifað í 25 ár í viðbót, þá verður hann 40 ára. Ég vil vera hér fyrir hann,“ sagði hann.

„Ég hef verið fyrirmynd á marga góða vegu fyrir barnið mitt en þegar það kemur að heilsu hef ég ekki staðið mig vel og sýnt honum gott fordæmi,“ sagði leikarinn um samband sitt við tvítugan son sinn. 

mbl.is