Einfaldir kokteilar sem ekkert þarf að hafa fyrir

Brúðkaup | 11. maí 2023

Einfaldir kokteilar sem ekkert þarf að hafa fyrir

Það getur verið vandasamt að kaupa áfengi fyrir brúðkaupsveislu en til þess að gera leikinn auðveldari er gott að reyna að áætla magnið sem best. Heilladrýgst er þó að kaupa aðeins meira en minna, geyma kvittunina og skila afganginum. Að skila víninu er töluvert betri leið en að brúðhjónin fari marineruð í gegnum fyrstu misseri hjónabandsins.

Einfaldir kokteilar sem ekkert þarf að hafa fyrir

Brúðkaup | 11. maí 2023

Ljósmynd/Unslpash.com/engin akyurt

Það getur verið vandasamt að kaupa áfengi fyrir brúðkaupsveislu en til þess að gera leikinn auðveldari er gott að reyna að áætla magnið sem best. Heilladrýgst er þó að kaupa aðeins meira en minna, geyma kvittunina og skila afganginum. Að skila víninu er töluvert betri leið en að brúðhjónin fari marineruð í gegnum fyrstu misseri hjónabandsins.

Það getur verið vandasamt að kaupa áfengi fyrir brúðkaupsveislu en til þess að gera leikinn auðveldari er gott að reyna að áætla magnið sem best. Heilladrýgst er þó að kaupa aðeins meira en minna, geyma kvittunina og skila afganginum. Að skila víninu er töluvert betri leið en að brúðhjónin fari marineruð í gegnum fyrstu misseri hjónabandsins.

Venjan er að skála í kampavíni eða freyðivíni í upphafi veislu og eftir það er boðið upp á annað léttvín og bjór. Gott er hinkra með að opna barinn með sterka víninu þangað til eftir mat. Reynslan sýnir að þegar byrjað er að bjóða upp á kokteila hætta flestir í léttvíninu. Það er því algjör óþarfi að kaupa vín fyrir 100 manna ofurrauðvínsmaraþon.

Gott er að miða við tvö glös í fordrykknum. Ef hins vegar brúðhjónin verða sérstaklega lengi á leiðinni gæti verið sniðugt að eiga smá aukadreitil fyrir þessa sem eru alltaf sérstaklega þyrstir. Við eigum öll að minnsta kosti einn þannig frænda. Þegar kemur að léttvíni er ekki óeðlilegt að miða við hálfa flösku á mann. Sumir halda sig við bjór allt kvöldið svo það er gott að kaupa nóg af honum. Inni á vef Vinbúðarinnar er hægt að áætla magn áfengis fyrir brúðkaup og stilla tímalengd veislu.

Limoncello spritz er góður drykkur.
Limoncello spritz er góður drykkur. Ljósmynd/Unslpash.com/Svitlana

Tekið skal fram að þó gott rauðvín sé uppáhaldsvín flestra með þroskaða bragðlauka er ekki endilega best að kaupa mikið rauðvín í brúðkaupsveisluna. Það fer eftir stemningunni í veislunni og jafnvel árstíð. Ef um fjölmennt sumarbrúðkaup er að ræða og sólin skín er mögulega betra að bjóða upp á mikinn bjór og aðeins meira magn af búbblum í brúðkaupi í nóvember. Við erum stemningsþjóð sem stjórnast af veðrinu.

Vinsælt er að fá sérstaka barþjóna í veisluna til að blanda góða drykki þegar líða fer á kvöldið. Ef það er ekki forgangsmál í fjárhagsáætluninni er hægt að bjóða upp á vinsæla og einfalda drykki sem fólk getur blandað sjálft eða þjónar hjálpað til við að blanda. Það er hægt að skera niður límónusneiðar daginn áður, hafa klaka tilbúna og nota aðeins tvö til þrjú hráefni. Það er alveg nóg að bjóða upp á eina tegund af kokteil, hjónabandið verður ekkert verra. Það er líka gríðarlega einfalt að skella í eina góða bollu.

Að lokum. Ekki gleyma fólkinu sem drekkur ekki áfengi. Það er svo miklu meira en blár kristall í boði. Það er til fjöldinn allur af óáfengum drykkjum sem geta komið í stað freyðivíns. Það þarf ekki endilega að kaupa rándýrt freyðite, það er alveg jafngott að drekka engiferöl eða límonaði sem fæst í skemmtilegum flöskum. Rétt eins og með áfengið, taktu nótu í stórmarkaðnum og skilaðu afganginum. Mælt er með því að skella sér í skilaleiðangur á mánudeginum eftir brúðkaupið, annars vill þetta verkefni gleymast og drykkirnir enda inn í troðfullum úthverfabílskur og drykkirnir finnast ekki fyrr en í næstu tilktekt, sem enginn veit hvenær verður!

Einfaldur og ferskur kokteill klikkar ekki.
Einfaldur og ferskur kokteill klikkar ekki. Ljósmynd/Unslpash.com/Johanne Pold Jacobsen
mbl.is