Staðan kemur verulega á óvart

Kjaraviðræður | 5. júní 2023

Staðan kemur verulega á óvart

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að staðan sem núna er uppi í kjaradeilu félagsins við sveitarfélög, komi verulega á óvart.

Staðan kemur verulega á óvart

Kjaraviðræður | 5. júní 2023

Sonja Ýr Þorbergsdóttir.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að staðan sem núna er uppi í kjaradeilu félagsins við sveitarfélög, komi verulega á óvart.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að staðan sem núna er uppi í kjaradeilu félagsins við sveitarfélög, komi verulega á óvart.

Um 2.500 manns taka þátt í verkfallsaðgerðum sem hefjast í dag í 29 sveitarfélögum eftir að samningaviðræðum í Karphúsinu var slitið í nótt.

„Það er búið að þokast aðeins á undanförnum vikum en það sem ber á milli núna er krafa okkar fólks um að það búi við sömu laun fyrir sömu störf,” segir Sonja Ýr og nefnir að á ársgrundvelli muni um 25% á launahækkunum samanborið við fólk sem er í sambærilegum störfum en í öðrum stéttarfélögum. Fyrir sveitarfélögin sé þetta 0,3% af heildarlaunakostnaði.

Hún bendir á að félagarnir í BSRB fái laun á bilinu 400 til 470 þúsund krónur og að það muni töluverðu þegar vantar í kringum 128 þúsund krónur að meðaltali á árslaunin þeirra.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, (lengst til hægri) á skrifstofu …
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, (lengst til hægri) á skrifstofu ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engin verkföll nema í neyð

„Það grípur enginn til verkfalla nema í neyð. Við undirbjuggum aðgerðir þannig að þær færu stigvaxandi,” segir Sonja Ýr, spurð út í verkfallsaðgerðirnar í dag og bætir við að sveitarfélögin hafi sjálf gripið til aðgerða til að tryggja jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf.

„Það kemur verulega á óvart að þetta sé staðan og þetta sé það sem standi út af, að það sé ekki hægt að leysa þetta hratt og vel, líka út frá þeim gríðarlega samfélagslega kostnaði sem felst í svona umfangsmiklum aðgerðum.”

Verkfallsaðgerðirnar þýða að þjónusta skerðist víða, þar á meðal á leikskólum, í íþróttamannvirkjum og á bæjarskrifstofum.

Margir hringir

„Við vorum að reyna að leggja fram alls konar tillögur til þess að þoka málum áfram. Þetta er búið að fara í mjög marga hringi,” segir hún um næstu skref og nefnir að ríkissáttasemjari hafi ekki talið vera rétt að boða fundar í dag.

„Það er kannski ekki langt á milli okkar en það er býsna skýr afstaða báðum megin.”

mbl.is