„Dómstóll götunnar hefur mikil völd“

Alþingi | 7. júní 2023

„Dómstóll götunnar hefur mikil völd“

„Slaufun getur haft alvarlegar andlegar afleiðingar fyrir þá einstaklinga sem fyrir henni verða og sumir lenda á hættulegum stað. Notkun vímuefna til að deyfa vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir verða sífellt líklegri í því hugarástandi. Einstaklingurinn missir samfélagið. Samfélagið missir einstaklinginn.“

„Dómstóll götunnar hefur mikil völd“

Alþingi | 7. júní 2023

„Slaufun getur haft alvarlegar andlegar afleiðingar fyrir þá einstaklinga sem fyrir henni verða og sumir lenda á hættulegum stað. Notkun vímuefna til að deyfa vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir verða sífellt líklegri í því hugarástandi. Einstaklingurinn missir samfélagið. Samfélagið missir einstaklinginn.“

„Slaufun getur haft alvarlegar andlegar afleiðingar fyrir þá einstaklinga sem fyrir henni verða og sumir lenda á hættulegum stað. Notkun vímuefna til að deyfa vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir verða sífellt líklegri í því hugarástandi. Einstaklingurinn missir samfélagið. Samfélagið missir einstaklinginn.“

Þetta sagði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknar, í ræðu sinni í eld­hús­dagsum­ræðum sem nú standa yfir á Alþingi. Ingibjörg ræddi Metoo-byltinguna og slaufunarmenningu.

„Umræðan er óvægin“

Ingibjörg sagði þolendur kynferðisofbeldis tjá sig um meint brot á netinu þar sem þeir beri lítið traust til lögreglu.

„Í dag er því algengt að umræða myndist í netheimum um meint brot, þar sem ekki er hikað við að nafngreina einstaklinga og tilgreina meinta atburðarás, lýsa kynferðisofbeldi, eða kynferðislegu áreiti,“ sagði Ingibjörg og bætti við:

„Þannig getur einstaklingur sem sakaður er um ofbeldi á netinu orðið fyrir því að missa atvinnu, mannorð og álit samfélagsins allt jafnvel án ákæru, án dóms og án laga. Afleiðingarnar geta verið fjárhagslegar, og félagslegar, en þó aðallega andlegar. Því dómstóll götunnar hefur mikil völd og fer fram með óformlegum hætti. Umræðan er óvægin og hún er grimm.“

Stöndum í auga stormsins

Telur Ingibjörg mikilvægt að taka þessa umræðu, sérstaklega fyrir æsku landsins.

„Sem kjörnum fulltrúa finnst mér ég skuldbundin þjóðinni, sérstaklega æsku landsins, að taka þessa erfiðu umræðu. Við stöndum í auga stormsins og okkur vantar handrit og leiðarljós til framtíðar. Hlutverk samfélagsins hlýtur að vera að finna raunverulegar leiðir til að útrýma ofbeldi og skapa öryggi.“

„En slaufunarmenning er vopn sem hefur snúist í höndunum á okkur og grafið undan trausti og samkennd í samfélaginu með því að skapa ógn og ala á ótta. Staða sem er hvorki lausn né sigur fyrir neinn.“

mbl.is