Létu í sér heyra í Borgartúninu

Kjaraviðræður | 7. júní 2023

Létu í sér heyra í Borgartúninu

„Sömu laun fyrir sömu störf,“ heyrðist hrópað fyrir utan húsakynni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem tugir voru samankomnir til að sýna samstöðu með félagsmönnum BSRB sem eru í verkfalli.

Létu í sér heyra í Borgartúninu

Kjaraviðræður | 7. júní 2023

Tugir hafa safnast saman fyrir utan húsakynni SNS í Borgartúni.
Tugir hafa safnast saman fyrir utan húsakynni SNS í Borgartúni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Sömu laun fyrir sömu störf,“ heyrðist hrópað fyrir utan húsakynni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem tugir voru samankomnir til að sýna samstöðu með félagsmönnum BSRB sem eru í verkfalli.

„Sömu laun fyrir sömu störf,“ heyrðist hrópað fyrir utan húsakynni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem tugir voru samankomnir til að sýna samstöðu með félagsmönnum BSRB sem eru í verkfalli.

Samstöðufundurinn hófst klukkan tíu í morgun en á skiltum þeirra sem mættir eru má lesa skilaboð á borð við „Eyðum misrétti“ og „Börnin okkar eiga rétt á ánægðu starfsfólki“.

Einn fundargestanna hvatti sveitarfélögin að „girða sig í brók“ er hún ávarpaði samstöðufundinn, og kallaði eftir því að launamunurinn yrði leiðréttur. „Því þetta bitnar ekki bara á þeim heldur á öllu samfélaginu.“

Síðasta fundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í gær og hefur nýr fundur enn ekki verið boðaður. 

Víðtækar verkfallsaðgerðir hófust á mánudaginn í 29 sveitarfélögum, þegar 2.500 manns lögðu niður störf.

Margir eru klæddir gulum verkfallsvarðavestum.
Margir eru klæddir gulum verkfallsvarðavestum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is