Segir óþarfi að hræðast evruna

Alþingi | 7. júní 2023

Segir óþarfi að hræðast evruna

Viðreisn veit að upptaka evru veitir bestu lífskjarabótina og þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandið er besta leiðin til þess. Og nei, það er engin ástæða til að óttast að við verðum eitthvað meðaltal þar inni. Við verðum áfram góða Ísland, bara betra góða Ísland.

Segir óþarfi að hræðast evruna

Alþingi | 7. júní 2023

Hanna Katrín Friðriksson á Alþingi í kvöld.
Hanna Katrín Friðriksson á Alþingi í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðreisn veit að upptaka evru veitir bestu lífskjarabótina og þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandið er besta leiðin til þess. Og nei, það er engin ástæða til að óttast að við verðum eitthvað meðaltal þar inni. Við verðum áfram góða Ísland, bara betra góða Ísland.

Viðreisn veit að upptaka evru veitir bestu lífskjarabótina og þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandið er besta leiðin til þess. Og nei, það er engin ástæða til að óttast að við verðum eitthvað meðaltal þar inni. Við verðum áfram góða Ísland, bara betra góða Ísland.

Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, í ræðu sinni í eld­hús­dagsum­ræðum sem fara nú fram á Alþingi. Umræðurn­ar skipt­ast í tvær um­ferðir og hef­ur hver þing­flokk­ur átta mín­út­ur í fyrri um­ferð og fimm mín­út­ur í seinni um­ferð.

Íslenski gjaldmiðillinn rót vandans

Hanna segir tilveru núverandi ríkisstjórnar einkennast af yfirgripsmiklu verkleysi og bætir við að Seðlabanki Íslands hafi verið skilinn einn eftir með verðbólguverkefnið í fanginu. 

Hún sagði þá að íslenski gjaldmiðillinn væri rót vaxta vandans.

„Á meðan ekki er ráðist gegn rótum vaxta vandans, hinum ofur sveiflukennda örgjaldmiðli okkar sem vinnur með örlitlum hluta þjóðarinnar og gegn almenningi.“

Hún benti á að íslensk stórfyrirtæki fái að gera upp í erlendri mynt á meðan að íslenskur almenningur þurfi að búa við vaxta okur. „Hversu galið í alvöru? Þessu vill Viðreisn breyta.“

Stöðugur gjaldmiðill grundvöllurinn

Hún sagði að stöðugur gjaldmiðill væri grundvöllurinn að því að gera vinnumarkaðinn líkari því sem þekkist á löndunum í kringum okkur og tók fram að óþarfi væri að óttast atkvæðagreiðslu um inngöngu inn í Evrópusambandið.

Þá ítrekaði hún að Viðreisn hafi verið óþreytandi við að leggja fram leiðir til að hamla ríkisútgjöld og benda ríkisstjórninni á leiðir til að taka í alvöru þátt í baráttunni gegn verðbólgunni.

Minnir á málefni sem falla í skuggann

„Mig langar hér undir lokin að nefna að því miður hafa mörg brýn úrlausnarefni fallið í skuggann á efnahagsástandinu,“ segir hún og minnir á að mikilvægt sé að gleyma ekki stöðunni í heilbrigðismálum og húsnæðismálum.

„Markvissar aðgerðir sem tryggja arð þjóðarinnar af nýtingu náttúruauðlinda eru líka löngu tímabærar og svo eru órædd stór mál eins og loftlagsvandinn, Lindahvolsmálið, nýfallinn dómur um úthlutun makrílkvóta og snjóhengjan sem mun falla yfir okkur vegna ÍL-sjóðsins.“

mbl.is