Kippir sér ekki upp við fjölmiðlafárið

Kóngafólk í fjölmiðlum | 2. desember 2023

Kippir sér ekki upp við fjölmiðlafárið

Katrín prinsessa og Vilhjálmur krónprins Bretlands settu upp sín breiðustu bros á Royal Variety hátíðinni í London á dögunum. Þar voru þau ásamt Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og Daníel eiginmanni hennar.

Kippir sér ekki upp við fjölmiðlafárið

Kóngafólk í fjölmiðlum | 2. desember 2023

Katrín prinsessa á Royal Variety hátíðinni í Royal Albert Hall.
Katrín prinsessa á Royal Variety hátíðinni í Royal Albert Hall. AFP

Katrín prinsessa og Vilhjálmur krónprins Bretlands settu upp sín breiðustu bros á Royal Variety hátíðinni í London á dögunum. Þar voru þau ásamt Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og Daníel eiginmanni hennar.

Katrín prinsessa og Vilhjálmur krónprins Bretlands settu upp sín breiðustu bros á Royal Variety hátíðinni í London á dögunum. Þar voru þau ásamt Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og Daníel eiginmanni hennar.

Það vakti mikla athygli breskra fjölmiðla að Katrín og Vilhjálmur héldust í hendur en þau gera það sárasjaldan. 

Katrín klæddist sægrænum síðkjól frá merkinu Safiyaa sem er einmitt í miklu uppáhaldi hjá Meghan hertogynju. Kjóllinn kostar um 230 þúsund íslenskar krónur og er með skrautsteinum um hálsinn og síðum skikkjuermum.

Viktoría krónprinsessa var hins vegar í svörtum fjaðrakjól frá sænska merkinu Toteme.

Styr hefur staðið um konungsfjölskylduna í kjölfar útgáfu bókarinnar Endgame eftir Omid Scobie en í sumum útgáfum bókarinnar hafa þeir einstaklingar verið nafngreindir sem voru að velta fyrir sér húðlit Archie, sonar Harry og Meghan. Eiga það að hafa verið Karl kóngur og Katrín prinsessa. Þetta fjölmiðlafár virðist ekki hafa mikil áhrif á Katrínu.

Katrín prinsessa þótti einstaklega glæsileg í sægrænum síðkjól með skikkjuermum.
Katrín prinsessa þótti einstaklega glæsileg í sægrænum síðkjól með skikkjuermum. AFP
Kjóllinn er úr smiðju Safiyaa.
Kjóllinn er úr smiðju Safiyaa. AFP
Viktoría krónprinsessa og Daníel voru í opinberri heimsókn og voru …
Viktoría krónprinsessa og Daníel voru í opinberri heimsókn og voru viðstödd hátíðina ásamt Katrínu og Vilhjálmi. AFP
Viktoría var glæsileg í svörtum síðkjól.
Viktoría var glæsileg í svörtum síðkjól. AFP
Gaman hjá kóngafólkinu.
Gaman hjá kóngafólkinu. AFP
mbl.is