„Kom okkur í opna skjöldu“

Kjaraviðræður | 11. mars 2024

„Kom okkur í opna skjöldu“

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sú ákvörðun VR að hrinda af stað atkvæðagreiðslu um verkföll félagsmanna VR á Keflavíkurflugvelli hafi komið SA í opnu skjöldu.

„Kom okkur í opna skjöldu“

Kjaraviðræður | 11. mars 2024

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sú ákvörðun VR að hrinda af stað atkvæðagreiðslu um verkföll félagsmanna VR á Keflavíkurflugvelli hafi komið SA í opnu skjöldu.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sú ákvörðun VR að hrinda af stað atkvæðagreiðslu um verkföll félagsmanna VR á Keflavíkurflugvelli hafi komið SA í opnu skjöldu.

„Þetta kom okkur fyrst og fremst í opna skjöldu í ljósi þess að ekki hafði átt sér stað samtal um þær kröfur sem voru lagðar fram þegar til atkvæðagreiðslunnar var efnt,“ segir Sigríður Margrét í samtali við mbl.is.

Klukkan 9 í morgun hófst atkvæðagreiðsla hjá félagsfólki VR sem starfar í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli og lýkur henni á fimmtudaginn.

„Ég trúi ekki öðru en að Icelandair sé tilbúið til þess að koma á móts við þessa hópa. Þetta er eitt af stóru málunum sem við þurfum að klára,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, við mbl.is í morgun.

Eigum að geta náð samningi fljótt og vel

Samningafundur Samtaka atvinnulífsins með VR og LÍV hófst í Karphúsinu klukkan 10 í morgun og segist Sigríður reikna með að fundað verði eitthvað fram eftir degi.

„Við erum að ræða um þau sérmál sem útaf standa í kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins við VR og ræða auðvitað um sérkjarasamning fyrir hönd Icelandair,“ segir Sigríður við mbl.is.

Ert þú bjartsýn að hægt verði að landa samningi á næstu dögum?

„Við eigum að geta gengið frá samningi fljótt og vel.“

mbl.is