Faðir eins hryðjuverkamannanna 11. september ánægður með árásirnar í Lundúnum

Mohamed Atta.
Mohamed Atta.

Faðir eins hryðjuverkamannanna sem flugu fyrri flugvélinni á turna World Trade Center í New York 11. september árið 2001, lýsir ánægju sinni með hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum og segir að margar fleiri muni fylgja í kjölfarið. Í samtali við bandarísku CNN sjónvarpsstöðina sagði Mohamed el-Amir að hann vilji sjá fleiri árásir á borð við þær sem gerðar voru í Lundúnum þann 7. júlí og urðu 56 manns að bana.

El-Amir býr í Kaíró í Egyptalandi og er faðir Mohamed Atta sem talið er að hafi flogið flugvél American Airlines flugfélagsins á nyrðri turninn þann 11. september árið 2001. El-Amir segir að árásirnar á Bandaríkin og á Lundúnir marki upphaf nýs trúarlegs stríðs sem taka muni 50 ár.

Hann bætti því við að hann syrgi ekki þá sem létust í Lundúnum og sagði að ákveðins tvískinnungs gætti varðandi hvernig litið sé á fórnarlömbin í Lundúnum annars vegar og fórnarlömbin í hinum íslamska heimi hins vegar. Að auki fordæmdi El-Amir þá leiðtoga Arabaríkja sem fordæmdu árásirnar í Lundúnum og sagði þá svikara.

Flak strætisvagnsins sem sprengdur var í loft upp í London …
Flak strætisvagnsins sem sprengdur var í loft upp í London þann 7. júlí. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka