Nöfn tveggja grunaðra tilræðismanna birt í Lundúnum

Lögreglan í Lundúnum birti í dag nýja mynd af manni, …
Lögreglan í Lundúnum birti í dag nýja mynd af manni, sem talinn er hafa reynt að sprengja sprengju í lest milli Stockwell og Oval brautarstöðvanna sl. fimmtudag. Reuters

Lögregla í Lundúnum birti í dag nöfn tveggja grunaðra tilræðismanna í sprengjutilræðunum í borginni þann 21. júlí og nýjar myndir af þeim. Þá staðfesti lögregla í dag að fimmta sprengjan hefði fundist í almenningsgarði í borginni um helgina og að hún hafi verið sömu gerðar og sprengjurnar sem fundust í síðustu viku. Tveir menn voru handteknir í Lundúnum í dag í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðunum.

Mennirnir, sem hafa verið nafngreindir, heita Muktar Said Ibraihim, einnig þekktur undir nafninu Muktar Mohammed Said, og Yasin Hassan Omar. Þeir eru 27 og 24 ára gamlir. Ibraihim er talinn hafa komið fyrir sprengju í strætisvagni númer 26 og Omar er talinn hafa reynt að sprengja sprengju í lest nálægt brautarstöðinni við Warren Street.

Lögregla telur, að tilræðismennirnir kunni að vera að undirbúa aðra árás í höfuðborginni. Tveir menn voru handteknir í Lundúnum í dag í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðunum. Lögreglan vildi ekki upplýsa undir hvaða kringumstæðum mennirnir hefðu verið handteknir.

Lögreglan í Lundúnum birti í dag aðra mynd af Muktar …
Lögreglan í Lundúnum birti í dag aðra mynd af Muktar Said Ibrahim, sem talinn er hafa skilið eftir sprengju í strætisvagni í Lundúnum á fimmtudag. Reuters
Yasin Hassan Omar er talinn hafa reynt að sprengja sprengju …
Yasin Hassan Omar er talinn hafa reynt að sprengja sprengju nálægt Warren Street. Reuters
Muktar Said Ibraihim er talinn hafa skilið eftir sprengju í …
Muktar Said Ibraihim er talinn hafa skilið eftir sprengju í strætisvagni. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert