Wall Street á túndrunni

Hrun íslenska fjármálakerfisins er tekið til ítarlegrar umfjöllunar í Vanity …
Hrun íslenska fjármálakerfisins er tekið til ítarlegrar umfjöllunar í Vanity Fair. mbl.is

Ísland er í raun og veru gjaldþrota - gjaldmiðilinn króna er búin að vera, svona hefst ítarleg grein um Ísland og fjármálahrunið í nýjasta hefti bandaríska tímaritsins Vanity Fair, sem birt er undir titlinum Wall Street á túndrunni.

Og höfundurinn heldur áfram: „Skuldirnar nema 850% af þjóðaframleiðslu, íbúarnir hamstra mat og lausafé og sprengja upp nýja Range Rover bíla sína til að fá greidda trygginguna. Þetta er afleiðing lamandi sameiginlegrar brjálsemi. Hvað leiddi til þess að örsmá fiskveiði þjóð með 300.000 íbúa, ákvað í kringum 2003 að endurskapa sig sem alþjóðlegt fjármálaveldi? Í Reykjavík, þar sem karlmenn eru karlmenn og þar sem konur virðast hafa gefist gjörsamlega upp á þeim, fylgist höfundur [Vanity Fair] með séríslenskri röksemdafærslunni á bak við hrunið.“

Segir höfundurinn heila þjóð, án nokkurrar náinnar reynslu af  fjármálastarfsemi, hafa horft á fordæmið sem Wall Street setti og síðan sagt Við getum gert þetta. Og eitt augnablik hafi virst sem að svo væri.

Rétt eftir hrunið hafi hann rætt við starfsmann Alþjóðagjaldeyrissjóðsin sem var kominn til Reykjavíkur til að kanna hvort ábyrgt væri að lána svo stórkostlega gjaldþrota þjóð. „Hann hafði aldrei komið til Íslands, vissi ekkert um landið og sagðist þurfa kort til að finna það.“ Afríkuríki hefðu til þessa verið viðfangsefni hans og Ísland væri algjörlega ný reynsla.

Þjóð sem virtist vel efnuð, með hátt menntunarstig og sem í sögulegum skilningi virtist skynsöm hefði skipulegt sig til þess að fremja eina brjálæðislegustu aðgerð fjármálasögunnar. „Þú verður að skilja, sagði hann. Ísland er ekki lengur land, Það er vogunarsjóður.“

Greinin í heild sinni

mbl.is

Bloggað um fréttina