Lést í skógareldum á Spáni

Maður lést í skógareldi á Spáni í dag. Slökkviliðsmenn fundu lík mannsins síðdegis í húsi í bænum Arenas de San Pedro, um 120 kílómetra vestan við Madríd.

Yfirvöld í bænum segja að konu sé saknað. Eldarnir kviknuðu á þremur stöðum samtímis og segja yfirvöld að það bendi ótvírætt til að um íkveikju sé að ræða.

Maðurinn sem lést í dag, er fyrsti almenni borgarinn sem ferst í skógareldunum sem geisað hafa á Spáni að undanförnu en sex spænskir slökkviliðsmenn létu lífið í síðustu viku í baráttu við eldana.

Um 300 hektarar lands hafa brunnið í nágrenni Arenas de San Pedro. Um 100 slökkviliðsmenn berjast við eldana. Þá eru 15 þyrlur og sjö flugvélar notaðar við slökkvistarfið.

Kapp er lagt á að tryggja öryggi íbúa svæðisins og hefur fólki verið gert að yfirgefa híbýli sín. Flytja þurfti munka burt úr nálægu klaustri og um 40 börn í sumarbúðum á svæðinu voru flutt burt.

Tugþúsundir hektara lands hafa eyðilagst í skógareldum í S-Evrópu síðustu daga og slökkviliðsmenn vinna allan sólarhringinn við slökkvistarf. Á Spáni hafa yfir 20 þúsund hektarar lands brunnið síðustu sólarhringa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Gisting Akureyri Geldingsá
3ja herbergja neðri hæð , 7 km. frá Akureyri.. Umbúin 5 rúm m/handkl. Verð o...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...