Beðið fyrir þeim sem létust og særðust í Tucson

Fjölmenni kom saman þegar haldin var bænastund til að minnast þeirra sex sem létust í skotárásinni í Tucson í Arizona í gær. Þá beðið fyrir þeim sem særðust, en þeirra á meðal er þingkonan Gabrielle Giffords sem berst nú fyrir lífi sínu. Hún hlaut skotsár á höfði.

Athöfnin fór fram við háskólasjúkrahúsið í Tucson þangað sem þingkonan var flutt. 

Árásin hefur vakið mikinn óhug og eru margir Bandaríkjamenn slegnir. 

Árásarmaðurinn, Jared Lee Lougher, hefur verið handtekinn. Hann er 22 ára gamall og segir lögreglan að hann eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann skaut um 20 skotum fyrir utan matvöruverslun í gær, þar sem þingkonan var að ræða um stjórnmál við íbúa. Þingkonan var skotin af stuttu færi.

Ekki liggur fyrir hvers vegna árásin var gerð. Að sögn lögreglu er ljóst að hann ætlaði sér að ráðast á Giffords. Þá leikur grunur á að Lougher hafi ekki verið einn að verki, og hann eigi sér því vitorðsmann sem lögreglan leitar nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina