Kirchner endurkjörin forseti

Christina Kirchner forseti sigraði í fyrstu umferð forsetakosninganna í Argentínu sem fram fóru í dag. Útgönguspár sýndu að hún næði meirihluta atkvæða, að því er argentínskar sjónvarpsstöðvar segja, og því þurfi ekki að kjósa aftur.

Christina Kirchner er 58 ára gömul. Hún nýtur öflugs efnahags landsins. Þá nýtur hún samúðar eftir að eiginmaður hennar, Nestor sem áður var forseti landsins, lést fyrir ári.

Cristina Fernandez de Kirchner held forsetaembættinu.
Cristina Fernandez de Kirchner held forsetaembættinu. Reuters
mbl.is