Kosið um fjárlagasáttmála á Írlandi

Í dag ganga Írar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárlagasáttmála Evrópusambandsins. 24 aðildarríki hafa þegar samþykkt sáttmálann. Írar eru eina þjóðin sem mun kjósa um sáttmálann í þjóðaratkvæðagreiðslu en honum er ætlað að auka stöðugleika á evrusvæðinu.

Í sáttmálanum felst að hægt verði að refsa þjóðum sem koma ekki böndum á skuldir sínar. Vel er fylgst með kosningunum á Írlandi því ef samningurinn verður felldur eykur það enn á mótspyrnu gegn ströngum niðurskurðaraðgerðum sem viðhafðar eru nú víðsvegar innan Evrópusambandsins.

Kannanir sýna að að um 60% þeirra sem taka munu þátt í kosningunum í dag samþykki sáttmálann.

Írsk stjórnvöld hafa varað við því að verði samningurinn felldur fáist ekki nægur stuðningur frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem nauðsynlegur er til að tryggja fjárhag landsins næstu misserin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Til sölu eldhúsborð
Til sölu massíft hvíbæsað furueldhúsborð. Einnig hentugt í sumarbústaði. Lengd...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Sultukrukkur, minibarflöskur...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...