„Eiturlyfja-ballöður“ til heiðurs „El Chapo“

Lögregla í Mexíkó leitar að Joaquin
Lögregla í Mexíkó leitar að Joaquin "El Chapo" Guzman, eftir að hann flúði úr fangelsi um helgina. AFP

Eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman, er ódauðlegur í Mexíkóska „eiturlyfja-ballöðu heiminum“ eftir að hafa sloppið úr fangelsi á dögunum.

Narcocorridos - eiturlyfja-ballöður eru undirflokkur hefðbundinnar tónlistar í Mexíkó sem einblínir á að segja sögur af ólöglegum atburðum, eins og morðum, pyntingum eða eiturlyfjasmygli. Síðan „El Chapo“ var handtekinn hafa nokkrar Narcocorridos verið settar á síður svipaðar Youtube.

Smyglarar eins og hann eru oft sagðir vera hugaðir og er hrósað fyrir að standa í hárinu á stjórn landsins og þeirri bandarísku. „Þetta þýðir ekki að við græðum á eða séum sammála flóttanum, það kemur okkur ekkert við,“ sagði meðlimur einnar hljómsveitar.

Sérfræðingur sem hefur rannsakað þessa gerð tónlistar segir lögin snúast um hraða. Tónlistarmennirnir hrósi sér fyrir hversu hratt lögin eru samin og það þurfi að hafa hraðar hendur eftir atburði eins og flótta „El Chapo.“

Guzmann flúinn aftur úr fangelsi

Frétt Independent um málið

Hér að neðan má sjá eitt lag um flóttann 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert