Fundu ferðatösku og líkamsleifar

Brakið, líkamsleifarnar og persónulegu munirnir fundust í Miðjarðarhafinu, skammt frá …
Brakið, líkamsleifarnar og persónulegu munirnir fundust í Miðjarðarhafinu, skammt frá þeim stað þar sem vélin sást síðast áður en hún hvarf af ratsjám. AFP

Búið er að finna líkamsleifar, tvö flugvélarsæti og eina ferðatösku sem talið er að sé úr MS804, farþegavél EgyptAir, sem hvarf af ratsjám fyrir rúmlega sólarhring á leið sinni frá París í Frakklandi til Kaíró í Egyptalandi. 

Þetta segir Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, í samtali við fjölmiðla. Brakið, líkamsleifarnar og persónulegu munirnir fundust í Miðjarðarhafinu, skammt frá þeim stað þar sem vélin sást síðast áður en hún hvarf af ratsjám.

Olíubrák sást á gervitunglum Evrópsku geimferðarstofnuninni, The European Space Agency, á svæðinu. Ekki hefur verið staðfest að brákin sé úr vélinni.

AP-fréttastofan greinir frá því að áhersla verði lög á að finna flugrita vélarinnar.

Frétt mbl.is: Segjast hafa fundið brak og farangur

Vélar EgyptAir.
Vélar EgyptAir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert