Obama kveður leiðtoga heimsins

Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseti, sneri aftur í Hvíta húsið snemma í morgun og batt þar með enda á síðasta langferðalag sitt erlendis í embættinu. Býr hann sig nú undir að afhenda auðkýfingnum Donald Trump forsetastólinn, á sama tíma og margir lýsa áhyggjum sínum af rokgirni hans og einangrunarhyggju.

Að loknum sínum síðasta blaðamannafundi erlendis, í Lima, höfuðborg Perú, tók Obama stefnuna á flugvöllinn þar sem hann ræddi við fólk sem þar var saman komið. Þá skokkaði hann upp tröppur flugvélarinnar, sneri sér við og veifaði stuttlega, áður en hann stakk sér inn um dyrnar í síðasta skiptið.

Óvissa um komandi stjórnartíð Trumps einkenndi ferðalag Obama, en Trump hefur talað gegn frjálsum viðskiptum á heimsmarkaði og hlutverki Bandaríkjanna sem alheimslögreglu.

Obama hefur reynt að stemma stigu við þeim ótta sem þetta hefur vakið, og hefur sagt að sífellt fækkandi landamærum hefði fylgt sögulegur vöxtur efnahags, menntunar og heilsu. Ferðalagið var að mörgu leyti vandræðalegt fyrir Obama, sem barist hafði gegn því að Trump tæki við af honum í embætti, en þurfti nú að fullvissa bandamenn um að allt yrði í lagi.

Bað hann heiminn þannig að koma fram við Trump eins og hann sjálfur hefur heitið að gera: „Bíða og sjá.“

mbl.is
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...