Vilja ekki aðstoð almennings við leit

Janne Jemtland býr í smábænum Brumunddal í Noregi. Hennar hefur …
Janne Jemtland býr í smábænum Brumunddal í Noregi. Hennar hefur verið saknað í tíu sólarhringa.

Fjöldi fólks hefur haft samband við lögregluna í Brumunddal í Noregi og boðist til að aðstoða við leitina að hinni 36 ára gömlu Janne Jemtland sem saknað hefur verið frá því 29. desember síðastliðinn. Í samtali við Verdens Gang segir lögreglustjórinn, Terje Krogstad, lögregluna hins vegar hafa neitað allri slíkri aðstoð. Leitin verði að vera gerð af fagfólki og undir eftirliti og tilmælum frá þeim sem stjórna rannsókninni. Krogstad gerir heldur ekki ráð fyrir því að biðlað verði til almennings síðar og óskað eftir aðstoð við leit.

Jemt­land er tveggja barna móðir. Hún var í jóla­boði á fjórða degi jóla og fór þaðan í leigu­bíl ásamt eig­in­manni sín­um að heim­ili þeirra í bæn­um Brumund­dal um klukk­an tvö um nótt­ina. Hún er tal­in hafa yf­ir­gefið heim­ilið skömmu síðar.

Eig­inmaður hennar til­kynnti hvarfið dag­inn eft­ir, en lög­regl­an beið hins veg­ar í sól­ar­hring með að hefja leit að henni. Ekk­ert hef­ur til henn­ar spurst í tíu daga.

Á blaðamanna­fundi sem lög­regl­an hélt í há­deg­inu í dag kom fram að eng­ar nýj­ar vís­bend­ing­ar hefðu komið fram við rann­sókn máls­ins. Eng­inn lægi und­ir grun um að hafa skaðað Jemt­land eða vita hvar hún er niður­kom­in.

Blóð hef­ur fund­ist tví­veg­is við leit­ina að Jemtland, á tveim­ur mis­mun­andi stöðum, og staðfest hefur verið að það er úr henni.

Á laugardag upplýsti lögreglan að um 60 ábendingar hefðu borist vegna málsins, en nú, tveimur dögum síðar, hefur þeim fjölgað töluvert, án þess að nákvæmur fjöldi hafi verið gefinn upp. Síðast í dag barst ábending sem lögregla taldi geta komið að notum við leitina.

Krogstad segir fólk ekki endilega þurfa að hafa séð eitthvað dularfullt eða skrýtið til að ábendingar komi að notum. Öllum ábendingum sé tekið fagnandi og hvetur hann fólk til að hafa samband telji það sig hafa séð eitthvað. Sérstaklega hvetur hann bílstjóra með myndavélar í bílum sínum til að hafa samband, en þær gætu hafa tekið eitthvað upp sem ökumennirnir urðu ekki varir við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert