Myndir af Obama-hjónunum afhjúpaðar

Fyrrverandi forsetahjónin Barack og Michelle Obama voru viðstödd hátíðlega athöfn á Smithsonian-andlitsmyndasafninu í Washington D.C. í dag þegar myndir af þeim voru afhjúpaðar.

Forsetahjónin fyrrverandi bætast nú í hóp fyrirrennara sinna sem prýða veggi listasafnsins. Obama var ánægður með túlkun Kehinde Wiley, listmálarans, og sagði að myndin væri „nokkuð skörp“.

Obama er sáttur við útkomuna eins og sjá má.
Obama er sáttur við útkomuna eins og sjá má. AFP

„Vá!“ voru viðbrögð Michelle Obama þegar hún sá málverk listakonunnar Amy Sharp af fyrrverandi forsetafrúnni. Eiginmaður hennar sló á létta strengi þegar hann lofaði listmálarann sérstaklega fyrir að ná fram „heitleika“ (e. hotness) eiginkonu sinnar.

„Vá!“ voru fyrstu viðbrögð Michelle.
„Vá!“ voru fyrstu viðbrögð Michelle. AFP

Myndin af Barack sýnir hann sitja á stól í garði með björtum bakgrunni, umkringdan gróðri, á meðan myndin af Michelle er í heldur látlausari litum með hlutlausum bakgrunni.

„Mér verður hugsað til allra litaðra stúlkna sem munu koma hingað og sjá myndir af einhverjum sem líkist þeim á veggjum þessarar stórfenglegu bandarísku stofnunar,“ sagði Michelle.

„Og ég veit hvers konar áhrif það getur haft á líf þeirra,“ bætti hún við.

Fyrrverandi forsetahjónin Barack Obama og Michelle Obama ásamt listmálurunum, Kehinde ...
Fyrrverandi forsetahjónin Barack Obama og Michelle Obama ásamt listmálurunum, Kehinde Wiley (t.v.) og Amy Sherald (t.h.), við afhjúpun málverkanna á Smithsonian-andlitsmyndasafninu. AFP
mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Kommóða
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...