N-Kórea notaði VX taugagas við morðið

Bandarísk yfirvöld hafa formlega komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi látið myrða hálfbróður forseta landsins, Kim Jong Un, með VX taugagasi sem er bannað. Bandarísk yfirvöld gagnrýna stjórnvöld í Pyongyang harðlega fyrir að koma með efnavopn inn á troðfullan flugvöll.

Kim Jong Nam lést í febrúar í fyrra eftir að tvær konur sprautuðu vökva í andlit  hans á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur.

Réttarhöld standa yfir konunum tveimur í Malasíu en þar eru þær sakaðar um að hafa beitt taugagasi í árásinni en Kim Jong Nam var í útlegð frá heimalandinu í Kína.

Stjórnvöld í Washington tilkynntu formlega í gær að niðurstaða rannsóknar þeirra sé að VX taugagasi hafi verið beitt og að Norður-Kórea hafi borið ábyrgð á morðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert