Komnir í lykilstöðu í Ghouta

Íbúar á flótta frá bæ í austanverðu Ghouta-héraði.
Íbúar á flótta frá bæ í austanverðu Ghouta-héraði. AFP

Stjórnarher Sýrlands hefur náð bænum Hammuriyeh í austurhluta Ghouta-héraðs á sitt vald. Bærinn er talinn lykillinn að því að herinn nái fullum völdum á svæðinu úr höndum uppreisnarmanna sem þar hafa farið með yfirráð frá árinu 2013.

Mannúðar- og eftirlitssamtökin The Syrian Observatory for Human Rights segja að uppreisnarmenn úr hópi sem kallar sig Faylaq al-Rahmanhafi hörfað undan áhlaupi stjórnarhersins. Þúsundir íbúa hafi flúið á sama tíma. 

Sýrlandsher og hans bandamenn eru nú taldir hafa náð völdum í yfir 70% af því svæði í Ghouta sem áður var á valdi uppreisnarmanna. 

Fréttin verður uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert