Ryan sækist ekki eftir endurkjöri

Paul Ryan sækist ekki eftir endurkjöri.
Paul Ryan sækist ekki eftir endurkjöri. AFP

Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í nóvember næstkomandi.

New York Times greindi frá þessu. Ryan sagði á fundi repúblikana innan fulltrúadeildarinnar að hann muni hætta störfum í janúar. Þá verða liðin 20 ár síðan hann hóf störf á Bandaríkjaþingi.

Ryan sagðist hafa tekið ákvörðunina vegna þess að hann vilja eyða meiri tíma með börnunum sínum.

Ákvörðunin er sögð koma mörgum á óvart. Hún þykir bera vott um erfiða stöðu Repúblikanaflokksins, sem er í meirihluta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fyrir komandi kosningar.

Búist er við því að baráttan um embætti forseta fulltrúadeildarinnar verði á milli Kevin McCarthy frá Kaliforníu og Steve Scalise frá Louisiana.

Paul Ryan og Donald Trump forseti.
Paul Ryan og Donald Trump forseti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert