Macron sannfærði Trump

Emmanuel Macron ræddi henaðaraðgerðir Frakka í Sýrlandi við fréttamann í ...
Emmanuel Macron ræddi henaðaraðgerðir Frakka í Sýrlandi við fréttamann í gærkvöldi. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist hafa sannfært Donald Trump Bandaríkjaforseta um að halda herliði sínu áfram í verkefnum í Sýrlandi. Hins vegar hafi Hvíta húsið tilkynnt aðeins örfáum klukkutímum síðar að bandarískt herlið yrði dregið til baka frá Sýrlandi eins fljótt og mögulegt væri.

Frakkar tóku þátt í loftárásum í Sýrlandi aðfaranótt laugardags ásamt Bandaríkjamönnum og Bretum. Macron segir að árásirnar hafi verið lögmætar og hvetur nú þjóðir heims til að beita sér fyrir pólitískum lausnum til að binda enda á stríðið í Sýrlandi sem staðið hefur í sjö ár. 

„Við höfum ekki lýst yfir stríði á hendur stjórn Bashars al-Assad,“ sagði Macron í sjónvarpsviðtali. 

Þetta er fyrsta stóra hernaðaraðgerðin sem Frakkar fara í frá því að Macron var kosinn forseti. Hann segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að sýna að notkun efnavopna gegn almennum borgurum væri ekki ásættanleg. 

Skotmörkin á laugardag voru þrjár meintar efnavopnaverksmiðjur. Vesturveldin halda því fram að Sýrlandsstjórn hafi staðið að baki efnavopnaárás í borginni Douma en í henni létust tugir manna. „Við höfum alþjóðlegan lagagrundvöll til að grípa inn í í þessu tilviki,“ segir Macron. 

Hann segir að árásin hafi verið nákvæm og beinst gegn stöðum þar sem efnavopn var að finna. Aðgerðin hafi tekist fullkomlega. 

mbl.is
Husnæði til leigu
Til leigu 3ja herhergja 87 fm. ibuð i Arbænum fra 1. januar 2019. Upplysingar ...
Lladro stytta
Húsgögn, silfur borðbúnaður, B&G postulín matar og kaffistell, Lladro styttur, b...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
LOFTASTIGAR - PASSA Í LÍTIL OG STÓR OP
Tvískiptir eða þrískiptir fyrir allt að 300 cm hæð Mex ehf á Facebook > Mex byg...