Fordæmir refsiaðgerðir Bandaríkjanna

Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands.
Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands. AFP

Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, hefur fordæmt refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart erlendum fyrirtækjum sem eiga viðskipti við Íran og segir þær óásættanlegar.

„Evrópubúar eiga ekki að þurfa að borga fyrir ákvörðun Bandaríkjanna um að draga sig út úr samkomulagi sem þau höfðu sjálf lagt sitt af mörkum til,“ sagði hann.

Ráðherrann bætti við að Evrópubúar verði að „gera allt sem þeir geta til vernda hagsmuni fyrirtækja sinna“ og nefndi að hann myndi leiða „stífar samningaviðræður“ við stjórnvöld í Washington í gegnum Evrópusambandið.

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á þriðjudag að hann ætlaði að draga landið út úr kjarnorkusamningi við Íran.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert