Vongóð um að leiðtogafundurinn verði haldinn

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Bandarísk yfirvöld eru enn vongóð um að af leiðtogafundinum verði þrátt fyrir hótanir Norður-Kóreu um að aflýsa honum. Til stendur að leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong Un, og forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hittist á fundi í Singapúr 12. júní. 

Talskona Hvíta hússins, Sarah Sanders, sagði í viðtali við Fox News í dag að embættið vonist til þess að af fundinum verði og geri ráð fyrir því í áætlunum sínum. Á sama tíma verði ekki slakað á kröfum Bandaríkjanna. „Forsetinn er tilbúinn ef af fundinum verður. Ef það verður ekki þá höldum við áfram þeim mikla þrýstingi sem hefur verið beitt í þeirri herferð sem nú er í gangi,“ segir Sanders.

Aðstoðarutanríkisráðherra N-Kóreu, Kim Kye Gwan, hótaði því í nótt að ekkert yrði af viðræðunum ef Bandaríkin héldu áfram að þrýsta á einhliða eyðingu kjarnorkuvopna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert