Páfinn gagnrýnir Trump

Frans páfi hefur nú bæst í sístækkandi hóp gagnrýnenda Donald …
Frans páfi hefur nú bæst í sístækkandi hóp gagnrýnenda Donald Trump. AFP

Frans páfi hefur nú bæst í sístækkandi hóp gagnrýnanda á landamærastefnu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Samkvæmt stefnunni skal handtaka og rétta yfir hverjum þeim sem fer ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Þá segir Trump að nauðsynlegt sé að aðskilja börn og foreldra þar sem börnin geti ekki fylgt foreldrum sínum í fangelsi. Alls hafa um 2.400 börn verið tekin frá foreldrum sínum og komið fyrir í sérstökum búðum.

Í viðtali í tilefni af alþjóðlegum degi flóttamanna í dag sagði trúarleiðtoginn að aðgerðirnar færu á skjön við kaþólsk gildi. „Þetta er ekki auðvelt, en popúlismi er engin lausn.“

Páfinn bætist með ummælum sínum í stóran hóp ráðamanna og samtaka sem hafa gagnrýnt framferði landamæraeftirlits Bandaríkjanna á síðustu mánuðum.

Trump hefur nú sagst ætla undirrita tilskipun á næst­unni þess efn­is að fjöl­skyld­ur ólöglegra inn­flytj­enda verði ekki aðskildar við komuna til Banda­ríkj­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert