„Stríðinu er lokið“

Osman Saleh Mohammed utanríkisráðherra Erítreu (t.h.) og Abiy Ahmed forsætisráðherra ...
Osman Saleh Mohammed utanríkisráðherra Erítreu (t.h.) og Abiy Ahmed forsætisráðherra Eþíópíu fyrir fund leiðtoga landanna í gær. AFP

Stjórnvöld í Eþíópíu og Erítreu hafa skrifað undir samkomulag þar sem segir að stríðinu milli þjóðanna sé lokið. Vonast er til að með friðarsamkomulaginu minnki straumur flóttafólks frá löndunum til annarra ríkja Afríku og Evrópu.

Leiðtogar landanna komu til sögulegs fundar í Asmara, höfuðborg Erítreu í gær. 

Samkomulagið ber yfirskriftina „sameiginleg yfirlýsing um frið og vináttu“. Yemane Gebremeskel, upplýsingamálaráðherra Erítreu, sagði á Twitter í dag að stríðinu milli þjóðanna tveggja væri nú lokið. „Nýtt tímabil friðar og vináttu er hafið.“ Sagði hann að stjórnvöld beggja landa myndu nú vinna að því að koma á samstarfi á sviði stjórnmála, efnahagsmála, félagsmála, menningar og öryggismála.

Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu og Isaias Afwerki, forseti Erítreu, skrifuðu undir samkomulagið í Asmara í morgun.

Í áratugi hefur fjandskapur ríkt á milli þjóðanna. Milli þeirra hafa ítrekað brotist út átök og í kjölfarið hefur ríkt kalt stríð.

mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
AUDI A6 Quadro
Tilboð óskast í Audi A6, Quadro, 4.2 árg. 2005 Ekinn 167 þús. Bose hljóðkerfi,...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...