Ellefu drengjum bjargað

AFP

Búið er að bjarga þremur drengnum út úr Tham Luang hellinum í dag að sögn taílenskra yfirvalda. Þeir höfðu dvalið neðanjarðar í 18 daga. Guardian hefur fengið staðfest að nú sé búið að bjarga ellefu drengjum úr prísundinni. Sá ellefti er jafnframt yngsti drengurinn úr hópi tólfmenninganna. Hann er aðeins ellefu ára. Nú er því aðeins einn drengur eftir inni í hellinum sem og þjálfarinn.

Stefnt er að því að  bjarga síðasta hluta hópsins í dag en í gær og fyrradag var átta af tólf drengjum bjargað. Forsætisráðherra Taílands greindi frá því í dag að drengjunum hefði verið gefið kvíðastillandi lyf áður en þeir voru fluttir út úr hellinum.

Tugir þrautþjálfara kafara taka þátt í björguninni en drengirnir eru ósyndir og gríðarlega erfiðar aðstæður á vettvangi.

En það eru ekki bara kafarar sem koma að björgun drengjanna því hundruð sjálfboðaliða alls staðar hafa veitt aðstoð. Til að mynda við að elda mat og bera fram án þess að fá greitt fyrir það. 

Tveir drengjanna hafa þegar verið fluttir á sjúkrahús og verða þar í einangrun líkt og þeir sem þegar hafði verið bjargað. Ekki hefur verið upplýst um nöfn þeirra opinberlega og hafa fjölskyldur þeirra ekki fengið að hitta þá. Foreldrar drengjanna sem var bjargað fyrst, á sunnudag, hafa fengið að sjá þá í gegnum gler en ekki hefur komið fram hvort foreldrar þeirra sem var bjargað í gær hafa fengið að sjá syni sína. 

Samkvæmt frétt CNN virðast drengirnir átta sem var bjargað fyrst vera við góða heilsu, þeir eru hitalausir og líkamlega vel á sig komnir. Fyrsti hópurinn var á aldrinum 14-16 ára og líkamshiti þeir var afar lágur þegar komið var með þá á börum út úr hellinum. Grunur leikur á að þeir séu með lungnabólgu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert