Páfi fellst á afsögn ástralsks erkibiskups

Frans páfi hefur undanfarna daga samþykkt afsagnir tveggja erkibiskupa vegna …
Frans páfi hefur undanfarna daga samþykkt afsagnir tveggja erkibiskupa vegna kynferðisbrota. AFP

Frans páfi féllst í dag á afsögn Philip Wilson, ástralsks erkibiskups sem sakfelldur var fyrir að halda barnaníði innan kirkjunnar leyndu á áttunda áratug síðustu aldar.

Ástralskur dómstóll dæmdi Wilson í tólf mánaða fangelsi í maí á þessu ári, en Wilson, sem þá gegndi embætti erkibiskups í Adelaide, var þá sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar sem dæmdur hafði verið fyrir slíkan glæp.

Greint var frá því á laugardag að páfi hefði samþykkt af­sögn kardí­nál­ans Theodore McCarrick, fyrr­ver­andi erki­bisk­ups Washingt­on í Bandaríkjunum. McCarrick var í sum­ar sakaður um að hafa mis­notað ung­ling kyn­ferðis­lega fyr­ir tæp­um 50 árum.

McCarrick var enn fremur leystur undan öll­um op­in­ber­um skyldu­störf­um þar til mál hans fer fyr­ir kirkju­rétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert