Vilja ávísa ókeypis heróíni

Dánartíðni vegna of stórra fíknefnaskammta er há í Noregi.
Dánartíðni vegna of stórra fíknefnaskammta er há í Noregi. AFP

Stjórnvöld í Noregi ætla að gera tilraun með að ávísa ókeypis heróíni til langt leiddra fíkniefnaneytenda í viðleitni til að bæta lífskjör þeirra. Noregur er í hópi þeirra ríkja Evrópu þar sem dauðsföll vegna ofneyslu eru hvað flest. 

Stofnun heilbrigðis- og félagsmála í Noregi hefur verið falið að útfæra tilraunaverkefnið, leggja mat á kostnað þess og finna heppilega sjúklinga sem myndu njóta gagns af því. 

„Við vonum að þetta sé lausn sem mun bæta lífskjör einhverra fíkniefnaneytenda sem við náum ekki til í dag og fá ekki þá aðstoð sem þeir þurfa með núverandi úrræðum,“ skrifar Bente Hoie, heilbrigðisráðherra Noregs, á Facebook í dag. 

Aðferðin er umdeild en hún hefur þegar verið prófuð í Sviss, Hollandi og Danmörku. Stuðningsmenn aðferðarinnar segja fyrir utan að auka lífsgæði fólksins og fækka úr dauðsföllum vegna of stórra skammta, þá dragi hún úr glæpatíðni og kostnaði.

Ráðherrann segir að til standi að hefja tilraunaverkefnið í upphafi ársins 2020.  Í Aftenposten kemur fram að um 400 fíkniefnaneytendur gætu notið góðs af því.

mbl.is
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...