Greiða byggingagjöldin eftir 130 ár

La Sagrada Familia, frægasta bygging katalónska arkitektsins Antoni Gaudi og ...
La Sagrada Familia, frægasta bygging katalónska arkitektsins Antoni Gaudi og þekktasta kennileiti Barcelona. Mynd úr safni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sagrada Familia-kirkjan í Barcelona, sem er einn af þekktari viðkomustöðum ferðamanna í borginni, hefur samþykkt að greiða borgaryfirvöldum tæpar 36 milljónir evra (tæplega 4,9 milljarða kr.) eftir að hafa ekki greitt byggingagjöld í rúm 130.

Arkitektinn Antoni Guadí er hönnuður Sagrada Familia sem er á lista Unesco yfir heimsminjar. Smíði kirkjunnar sem hófst árið 1882 er enn ekki lokið.

BBC hefur eftir borgarstjóra Barcelona, Ada Colau, að samningurinn um byggingagjöldin sé sögulegur. Kirkjan mun greiða féð yfir tíu ára tímabil og verður það nýtt til að bæta almenningssamgöngur og aðgengi að kirkjunni, sem og til ýmissa verkefna í hverfinu.

Um 4,5 milljónir manna heimsækja Sagrada Familia ár hvert og um 20 milljónir manna til viðbótar sem heimsækja svæðið, skoða kirkjuna utan frá.

Gert er ráð fyrir að byggingu kirkjunnar verði lokið árið 2026, en það ár verða hundrað ár liðin frá láti Gaudís.

mbl.is
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Jólabasar Kattholts
Basarinn verður laugardaginn 1.desember n.k. Endilega hafið samband í Kattholt...