Rússar munu framleiða kjarnaflaugar

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AFP

Rússar munu þróa meðaldræg­ar kjarnaflaug­ar sem ganga gegn INF-samningnum svokallaða ef Bandaríkjamenn segja samningnum upp. Við þessu varaði Vladimír Pútín Rússlandsforseti að loknum ut­an­rík­is­ráðherra­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins í dag.  

Á fundinum, sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var viðstaddur, var rætt um stöðu af­vopn­un­ar­mála og vopna­tak­mark­ana í tengsl­um við langvar­andi brot Rúss­lands á INF-samn­ingn­um um meðaldræg­ar kjarnaflaug­ar.

Pútín fullyrðir að mörg ríki búi yfir vopnum sem eru bönnuð samkvæmt INF-samningnum. „Nú virðist sem bandarískir félagar okkar telji að í ljósi breyttra aðstæðna þurfi þeir einnig að búa yfir slíkum vopnum,“ segir Pútín.

Spenna hef­ur farið vax­andi milli Rússlands og Bandaríkjanna, einkum vegna yf­ir­lýs­ing­ar Donalds Trump Bandaríkjaforseta 20. októ­ber sl. um að segja INF-samn­ingn­um við Rússa um meðaldræg­ar kjarn­a­flaug­ar upp.

Pútín segir að viðbrögð rússneskra stjórnvalda, segi bandarísk yfirvöld upp samningnum, verði einföld, framleiðsla meðaldrægra kjarnaflauga muni hefjast.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert