Fimm látnir eftir skotárás

Sérsveitin og bandaríska alríkislögreglan FBI tóku þátt í aðgerðum lögreglu ...
Sérsveitin og bandaríska alríkislögreglan FBI tóku þátt í aðgerðum lögreglu í Aurora. Ljósmynd/Twitter

Fimm létust í skotárás í borg­inni Aur­ora í Illono­is-ríki í Banda­ríkj­un­um síðdegis í dag að staðartíma. Þetta kom fram í yfirlýsingu lögreglustjóra borgarinnar fyrir stundu.

Auk þess særðust fjórir lögregluþjónar í árásinni.

Árásarmaður hóf skothríð í fyrirtæki í iðnaðarhverfi í borginni en Aurora er um 65 kílómetra vestan við Chicago. Samkvæmt frétt BBC var byssumaðurinn starfsmaður í fyrirtækinu þar sem hann hóf skothríðina.

Lögregluþjónar sem fóru inn í bygginguna lentu í skotbardaga við árásarmanninn sem endaði með því að hann var felldur.

Lögreglan greindi frá því að nafn árásarmannsins hafi verið Gary Martin. Hann var 45 ára en lögregla kveðst ekki vita um ástæðu árásarinnar.

mbl.is