Sjö hætta í Verkamannaflokknum

Luciana Berger á blaðamannafundinum.
Luciana Berger á blaðamannafundinum. AFP

Sjö þingmenn úr Verkamannaflokknum í Bretlandi ætla að kljúfa sig frá flokknum og stofna sjálfstæðan hóp. Þetta gera þeir í mótmælaskyni við stuðning flokksins við Brexit, auk þess sem þeir segja honum hafa mistekist að koma í veg fyrir að gyðingahatur þrífist innan hans.

„Þetta hefur verið mjög erfið og sársukafull en nauðsynleg ákvörðun,“ sagði Luciana Berger, einn þingmannanna, á blaðamannafundi í London.Frá blaðamannafundinum.
Frá blaðamannafundinum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina